Sunnudagur, 21. september 2008
ÓTRÚLEGA DUGLEG HJÓN :)
já við vorum sko dugleg í gær við hjónin, en við tókum okkur til og máluðum mæninn á húsinu og kantinn allan hringinn ,þetta var grænt og er núna grátt og kemur þetta rosalega vel út, svo var Kristinn í stuði og afgangur af málningunni svo skúrinn er líka að verða grár
Bjarni Harald svaf mest allan málningartímann og Margrét var hjá vinkonu sinni svo við máluðum og máluðum og máluðum
Kristinn og Margrét eru núna á fótbolta móti svo við mæðginin erum bara heima að hafa það kósý, ætla nú að drífa mig í göngutúr á eftir en það er rosa fínt veður eða um 18c og sól á köflum.
Bjarni Harald er farinn að skríða (á maganum) út um ALLT hús og stendur upp við ALLT svo fjörið er byrjað hér á bæ hann dettur á hausinn að meðaltali 2x á dag en pabbinn vill nú meina að hann læri af að detta
ég get nú ekki séð ennþá að hann læri mikið af því HEHE en maður veit jú aldrei,þangað til verður bara að hlaupa til og hjálpa honum undan skápum,stólum og borðum og hugga hann er hann dettur
svo eru steriogræjurnar alveg ROSALEGA spennandi og er sko ekkert spennandi lengur að leika með dótið sitt ef maður sér græjurnar eða hvað þá blómin úff úff þetta er ALLT svo spennandi og maður er jú bara að uppgötva heiminn
Jæja best að hætta þessu pikki og leika smá við prinsinn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.