JÆJA JÆJA

Nú er allt að smella hér á bæ með dagmömmu og vinnu :) Við Bjarni Harald heimsóttum dagmömmuna á mánudaginn og leist okkur bara nokkuð vel á. Hann mun byrja aðlögun 2 oktober Wink  ég fer svo í viðtal á miðvikudaginn og fæ að vita nánar með mína vinnu.

Kristinn fór á TOYOTA djamm á föstudaginn og var frekar "léttur " er hann kom heim. Ég vaknaði við hann og sagði "ég hélt að þú ætlaðir bara ekkert að koma heim "(bara að stríða honum ) en þá söng minn "ég er kominn ég er kominn" HEHE HEHE   við náðum nú samt að dobbla hann í bæinn á laugardaginn og var farið í H&M og notað ávísunina sem ég fékk með póstinum Wink en þar sem ég er jú í H&M klúbbnum þá fæ ég ávísun 1x á ári EKKI SLÆMT Tounge Bjarni Harald var dressaður upp og er nú klár fyrir dagmömmuna.  Svo tókum við ALVIN OG ÍKORNARNIR á videoleigunni og höfðum kósýkvöld.

Kristinn var svo að vinna á sunnudaginn og Margrét eyddi deginum hjá vinkonu sinni svo við Bjarnalingur vorum bara ein í kotinu í rólegheitum.

Jamm ég held ég hafi ekki meira að segja að sinni svo ég hætti bara áður en ég fer að bulla eitthvað Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innlega til hamingju með vinnunna og dagmömmuna, elsku Ragna

Kv. Jóhanna Elín

Jóhanna Elín (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 17:24

2 identicon

Hæ elskurnar.. en skondið við Hulda vorum líka með kósýkvöld og tókum Alvin og íkornana á föstudaginn. Til hamingju með vinnuna og flott að Bjarni Harald er kominn með góða dagmömmu. Biðjum að heilsa.

Linda og Hulda Rún (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband