LOKSINS LOKSINS

LOKSINS erum við búin að fá að vita hvar litli snúðurinn okkar á að fara í pössun Smile það er semsagt hjá dagmömmu hér í hverfinu sem er búin að vinna við þetta í 10 ár, fer MIKIÐ út með börnin sem mér finnst stór kostur. Ég á að mæta hjá henni á mánudaginn og kíkja á þetta og vona nú bara að þetta sé fínasta kona og þetta sé þá klappað og klárt.

LOKSINS er ég komin með VINNU Grin þetta er vinna hjá afleysingarfyrirtæki sem sér um afleysingu á hjúkrunarheimilum og leikskólum/vöggustofum. Ég á að mæta þar í viðtal 24/9 og mun svo líklegast byrja í kringum 18 okt. En Bjarni Harald mun byrja 1 okt en fæðingarorlofið mitt rennur ekki út fyrr en 18 og svo er líka vetrarfrí hjá Margréti Svanhildi frá 13 -17 okt svo að þá ætlum við að dúllast eitthvað 2 saman föndra jólakort og þannig skemmtilegt Wink Mér finnst mjög gott að geta aðlagað Bjarna Harald í rólegheitum og svo mun hann mæta eitthvað þarna vikuna sem Margrét er í fríi það er jú ekki sniðugt að aðlaga hann í 2 vikur og láta hann svo vera í fríi í viku.

Margrét Svanhildur er búin að vera að fræðast um KINA í skólanum alla vikuna og er td búin að gera kínverskan dreka, elda kínverskan mat, hlusta á kínverska tónlist og kínverska skrift. Svo í kvöld er skólahátíð og þá fá foreldrar að sjá allt sem þau eru búin að gera þessa vikuna. Allir árgangar voru með sitthvort landið og mun þetta vera svona í ferðamannastíl í kvöld(eins og við séum að ferðast á milli landa) td er hægt að kaupa mismunandi mat eins og í frakklandi fær maður franska pulsu, í london fær maður fyllta kartöflu ofl ofl. Ég ætla að fara með skvísunni í kvöld en þar sem þetta er ekki búið fyrr en kl:21 þá ætla feðgarnir að vera heima.

Kristinn fór útí garð í fyrradag og týndi epli af einu af eplatrjánum okkar og var þetta sko slatti eða um 10kg W00t svo ég er búin að vera að flisja og skera í bita og setja í frysti. Það fá allir í magann af að borða 10kg af eplum á nokkrum dögum.

Ég er svo að fara að setja inn myndir á barnalandið.

Haldið áfram að vera svona dugleg að kvitta það er svo MIKLU skemmtilegra að skrifa þegar maður fær KOMMENT Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband