Sunnudagur, 7. september 2008
2 X AFMÆLISKVEÐJUR Í DAG
Í dag eiga þær Oddný(mamma kristins)og Dögg(mágkona Kristins) afmæli við viljum óska ykkur ynnilega til hamingju með daginn og vonum að þið eigið góðann dag. KOSSAR OG KNÚS frá okkur öllum.
Við Bjarni Harald erum bara 2 í kotinu núna þar sem Kristinn er að vinna og Margrét Svanhildur er að keppa á MC DONALDS fótboltamóti. Það er yndislegt veður og við mæðgin fórum í heljarinnar göngutúr áðan.
Í gær var barnamarkaður hér í hverfinu en þá geta krakkar eldri en 10 ára selt notað dót. Þarna var líka hoppukastali,hljómsveit og veitingar. Við kiktum á þetta með Margréti og Johonnu vinkonu hennar og var það Bjarni Harald sem græddi á því. Við keyptum flugvöll handa honum og með því fylgdu flugvélar ,bílar og kallar þetta er voða líkt FICHER PRICE dótinu en er frá CHICCO, við keyptum líka lítið mótorhjól handa honum sem hann getur dröslast á í garðinum næsta sumar þetta er bara svona sem hann situr á og sparkar sér áfram og fyrir allt þetta máttum við borga 40 dkr Við fórum svo heim með Bjarna en stelpurnar urðu eftir, þær komu síðan alsælar og voru búnar að kaupa nokkur dýr handa Bjarna svo nú á hann fullt af nýju dóti og er sko ALSÆLL með það
Síðan skelltum við í kriddköku og eftir að hún var snædd fórum við niður að vatni og löbbuðum í kringum það (tekur 1 1/2 tíma) síðan var bara skellt í pizzu í kvöldmatinn og voru allir þreyttir eftir góðann dag.
Ég veit EKKI ENN hvar Bjarni okkar fer í pössun ég hringdi daglega niður á kommunu í síðustu viku og náði ALDREI á þeirri sem er með okkar hverfi
mér var nú lofað síðan á föstudaginn að ég fengi að vita þetta á mánudaginn svo við skulum sjá hvað gerist á morgun.
Ég er ENN atvinnulaus og er nú orðin pínu nervus en ég má ekki vera neikvæð og verð bara að halda áfram að sækja um. Mig er farið að gruna að þetta gangi svona illa hjá mér þar sem ég er jú ekki dönsk og þeir setji þá mína umsókn til hliðar
nei æji ég veit það ekki ,mér hefur aldrei gengið svona illa áður að fá vinnu svo að manni dettur þetta svona í hug. Ég vona bara að ég fari að fá eitthvað að gera og fari að komast meira út á meðal fólks
Jæja ætla að láta þetta duga í bili ENDILEGA KVITTIÐ
Athugasemdir
Hæ elska!
Þú verður að hætta að hugsa svona, þetta er bara þeirra missir að ráða þig ekki
. Þú færð vinnu og þá verður það á RÉTTA staðnum
.
Knús og gangi þér vel elska
Bergþóra (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 18:30
Takk fyrir afmæliskveðjuna.. dagurinn í gær var mjög góður, ég bakaði 4 kökur og svo var kaffiboð allan daginn. Fullt af gestum. Grímur gaf mér GARMIN kílómetra og púlsmæli fyrir hlaupin. Rosalega flott græja, við fórum út a skokka áðan til að prufa gripinn. Ég var að reyna að segja Grími að við værum bara búin að hlaupa 3 km en hann var ekki að trúa mér.. það kom í ljós að ég var með græjuna stillta á mílur og við vorum í raun búin að hlaupa 5 km.
Dögg
Dögg (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 21:48
Hæ hæ, nei ég er ekki hætt hehe, bara mikið að gera ;) hendi inn bloggi í kvöld eða á morgun.
Leyðinlegt að þú sért ekki búin að fá vinnu, en eins og Bergþóra segir, þetta er sko sannarlega þeirra missir!! Þú færð vinnu....bara taka secret á þetta :)Á morgun vaknaru og segir, auðvitað fæ ég vinnu, ég fæ hana mjög fljótlega :) Þú ert nú búin að fá vinnu í dk áður, þannig að þú færð vinnu, og það mjög fljótlega :)
Ég var að hugsa til ykkar um daginn og fór að segja Ara meira frá öllu hjá ykkur, og fór bara að sakna ykkar svoldið :( ég kíki sko aftur á ykkur, það var svo gott að koma. Þið eruð bara yndisleg í alla staði.
Jæja kæru vinir, bið að heilsa í bili.
Knús til allra frá mér
Fanney (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 20:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.