HALLÓ HALLÓ

Við Margrét brunuðum til Viborg og og náðum í mömmu og Kristjönu vinkonu hennar á laugardaginn en þær eru í handavinnuskóla þar og þar sem þetta er ekki nema um 1/2 tíma fjarlægð ákváðum við að sækja þær og eyða deginum með þeim. Við áttum æðislegan dag í bænum hér í Silkeborg og þegar við komum heim voru Bjarni Harald og Kristinn búnir að fara út í garð og tína epli og var Kristinn að baka eplaköku NAMMINAMM.   Við elduðum síðan góðan mat og svo keyrðum við mæðgur þær aftur uppí Viborg. Við munum síðan sækja þær aftur næsta laugardag og þær gista þá eina nótt og er ferðinni hjá þeim svo heitið heim til íslands á sunnudaginn.

Ég fór í atvinnuviðtal á hjúkrunarheimili á föstudaginn og þær hringdu núna áðan og tilkynntu mér að þær væru búnar að ráða aðra sem var til í að taka kvöldvaktir líka en þetta var samt auglýst sem föst dagvakt en þeim vantar á allar vaktir svo ég verð þá bara að halda áfram atvinnuleitinni Errm ég má nú ekki mála skrattann á vegginn strax eftir fyrsta neiið ég hlýt að fá eitthvað að gera Wink

Ég er búinn að sækja um á nokkrum leiksólum en umsóknarfrestur þar er ekki útrunninn svo ég hef ekkert heyrt ennþá frá þeim. KROSSA BARA FINGUR

Jæja ætla að fara að gera eitthvað að viti hérna bið að heilsa ykkur og þið megið alveg kvitta Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

.

Það er bara allstaðar sama vandamálið með KVITT á síðum, getur verið pínu pirrandi að vera alltaf að skrifa færslur og fá engin viðbrögð.

Hvað vinnuleitina varðar, þá held ég að þú þurfir engar áhyggjur að hafa. Þau vita bara ekki að hverju þau eru að missa með því að ráða þig ekki. Gangi þér vel elska.

Knús frá Vejle

Bergþóra (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 18:04

2 identicon

Elsku Ragna, þú verður búin að fá vinnu áður en þú veist af

Annars er allt gott af frétta af okkur

Kv, frá Miðdal

Jóhanna Elín (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband