SÆLT VERI FÓLKIÐ

Ég (Ragna)er EKKI á leið í skólann eftir fæðingarorlof Blush þannig er nefnilega mál með vexti að þau í skólanum vilja að ég byrji uppá nýtt (sem ég er ekki sammála) og svo á ég að fá 7.000dkr á mán, í stað 17.000dkr sem ég ætti með réttu að fá þar sem ég er búinn að vinna við aðhlynningu í 5 ár. Ég varð frekar svekt þegar ég hringdi í skólann og er ég búinn að heyra aftur í þeim og þau bakka ekki með sitt Frown   en svona er þetta nú. ég er semsagt komin á fullt að sækja um vinnur og er að sækja um á leiksólum,vöggustofum og hjúkrunarheimilum. ég veit ekkert enn, en vona að ég fái vinnu sem fyrst eða frá 1.okt  maður verður bara að vera jákvæður þá kemur þetta allt saman EKKI SATT ??

annars er bara allt gott hér það rignir duglega á okkur þessa dagana og voru þrumur í gær. Bjarni Harald er með kvef núna og á erfitt með að sofa þar sem hann er svo stíflaður svo við sváfum lítið eftir 4 í nótt Blush ég vona nú að hann hristi þetta fljótt úr sér.

Margrét er komin á fullt í fótboltann og var að keppa í gær þær töpuðu einum leik 2-0 og unnu hinn 2-0 Wink svo hún var bara ágætlega sátt með það.

Ég var að setja inn FULLT af myndum á barnalandið . Endilega kikið á það

Kær kveðja Ragna og allir hinir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir

Hæ elska!

Mér finnst þetta helvíti lélegt af skólanum, þar sem þeir voru búnir að lofa að þú mættir byrja aftur, þar sem þú hættir.

En gangi þér vel í vinnuleitinni.

Knús

Bergþóra

Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir, 21.8.2008 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband