Sunnudagur, 17. ágúst 2008
TÓMLEGT Í KOTINU
Já nú er frekar tómlegt í kotinu okkar Rúnar,Harpa og Salka Rannveig fóru í morgun en þau eru búin að vera hjá okkur í 4 daga. Við áttum yndislegann tíma með þeim. TAKK AFTUR FYRIR KOMUNA
við eigum eftir að sakna ykkar MIKIÐ
Bjarni Harald og Salka Rannveig voru svo góð að leika saman en það tók þau samt 1 dag að uppgötva hvort annað HIHI svo gátu þau setið saman og skoðað dótið og Bjarni spekuleraði mikið í hvernig hún Salka komst áfram á eftir dótinu hann sat og fylgdist brúnaþungur með frænku sinni
en hann var nú ekkert að reyna að herma eftir henni, það kemur við erum sko ekkert að stressa okkur á því að hann sé ekki farinn að skríða. Margrét fór að hágráta þegar þau voru farin og sátum við mæðgur grátandi við eldhúsborðið þegar þau voru farin
já það var frekar erfitt að kveðja þau.
Núna um helgina var REGATTA ILDFESTIVAL í bænum og var MIKIÐ af fólki í miðbænum, þetta varaði í 4 daga og á þessum 4 dögum voru um 1/2 milljón manns í bænum bara í gærkvöldi var um 250.000 það var flugeldasyning öll kvölin og það var líka TIVOLI og margslags tónleikar. Við fórum í bæinn á fimmtudagskvöld og hlustuðum á INFERNAL en það er vinsæl hljómsveit hér hjá ungafólkinu og var Margrét spennt að fá að hlusta á þau. Ég,Harpa og liltu krakkarnir fórum svo heim eftir tónleikana en Kristinn,Rúnar og Margrét horfðu á flugeldana sem voru víst MJÖG flottir. Bergþóra,Jón Óskar og Kristfófer komu svo í gær og grilluðum við saman og var svo haldið niður í bæ, ég, Rúnar,Harpa og litlu krakkarnir fórum snemma heim en hin voru eftir og sáu flugeldana sem voru enn flottari en á fimmtudeginum.
nú erum við bara að slaka á og á að slaka á í kvöld með smá ísensku nammi
Kær kveðja frá okkur í baunalandinu
Athugasemdir
Já þetta var flott flugeldasýning í gær. En pældu í því að ef tölurnar yfir mannfjöldan stemmir, þá var nánast allir íslendingar samankomnir þarna í miðbænum, hehe. Síðan getur maður kvartað yfir menningarnótt með "nokkrum" manneskjum, hehe. Annars takk fyrir frábæran dag, heyrumst síðar
.
Knús frá Vejle
Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir, 17.8.2008 kl. 18:11
Hæ elskurnar. Mikið var gaman að þið skylduð hafa svona góða daga. Hugsaði til ykkar. Allt gott að frétta. kveðja Linda.
Linda (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.