Sunnudagur, 10. ágúst 2008
GESTIRNIR FARNIR
Ég ætla að byrja á að óska Svölu vinkonu til hamingju með daginn á föstudaginn vona að þú hafir átt góðan dag. Svo eiga Grímur og Rúnar afmæli í dag ynnilega til hamingju með daginn strákar og njótið dagsins og látið konurnar dekra við ykkur
Harpa kærasta Rúnars er nú flott á afmælisgjöfinni í ár en hún keypti flugmiða til okkar og fljúga þau til DK á morgun og koma svo til okkar á miðvikudaginn Rúnar átti nú ekkert að fá að vita fyrr en í dag en þar sem hann vildi ólmur fara að halda veislu næstu helgi þá var Harpa neitt til að segja honum þetta fyrr, hringdi Rúnar svo hérna á föstudaginn og spurði mig hvort það væri í lagi að þau kæmu í heimsókn eftir 2 vikur,honum langaði svo að koma Hörpu á óvart
VÁ hvað ég fraus í símanum og sagði honum að ræða þetta við bróður sinn
svo fór fíflið bara að hlæja OOO hann nær mér alltaf bölvaður
en það er jú bara yndislegt að þau séu að koma og hlakkar okkur MIKIÐ til að fá þau.
Fanney,Perla, Tinna og Alexandra fóru í gær, þær keyrðu snemma héðan og eyddu deginum í köben. ég var að tala við Fanney áðan en þær voru fyrst núna að koma heim. Þær áttu að fara í loftið 21:20 í gærkvöldi en fóru ekki fyrr en 6:45 í morgun þær sváfu semsagt á bekkjum á vellinum. En velin hafði bilað og þurfti að fá nýja vel. TAKK AFTUR FYRIR KOMUNA STELPUR ÞAÐ VAR YNDISLEGT AÐ HAFA YKKUR
Við fórum í afmæli hjá Karinu í gær og var það mjög gaman þetta var í tjaldi í garðinum og skein sólin á okkur allan daginn. Við fengum góðann mat og svo kaffi og kökur.
jæja kúturinn er vaknaður
PS var að setja inn myndir frá Íslandsför Margrétar :)
Athugasemdir
Hæ hæ :) hehehe já þetta var sko fyndið þegar hann náði að hrekkja þig í símanum tíhí :) þú fórst bara í kerfi sko hehehe.
Heyrumst ;)
Fanney (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 19:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.