HALLÓ HALLÓ

Það er ENN HEITT hjá okkur og held ég sveimérþá að heitasti dagurinn sé í dag mælirinn sýnir 33c í skugga og hann sýnir líka rigningu því það er svo rakt Gasp Bjarni á mjög erfitt með að sofa í dag og sefur hann mjög laust. Það á nú síðan að fara að kólna aðeins og fara að vera "eðlilegt" veður eða um 20 - 25c sem er bara fínt Wink

Nú kemur hún Margrét Svanhildur heim á mánudaginn og hlakkar okkur öllum til að fá hana heim, ég heyrði í henni áðan og er hún farin að sakna okkar soldið hún er núna að dúllast með Freyju Sóley hennar Svanhildar systur minnar en þær komu til Íslands í gær Margrét sagðist sakna Bjarna svo mikið þegar hún er að dúllast með Freyju Errm en hana hlakkar bara til að koma heim sem er jú líka bara gott Wink   

Við ætlum að bruna yfir til þyskalands á morgun og versla bjór,gos og fleirra góðgæti þar sem maður er jú að fara að fá gesti. Kristinn er búinn að fá bíl í vinnunni og þá þurfum við ekki að borga bensin (ennþá ódýrari bjór ) Tounge Kristinn er svo að fara að vinna á sunnudaginn en það gleymdist víst að manna þann dag og var einginn sem gat unnið og ætlar hann því að taka þetta að sér Wink

Við Bjarni kiktum á Lukas og Anette í gær og var það ágætt, við mæðginin vorum reyndar frekar þreytt eftir þá heimsókn því að Lukas öskraði allan tímann Bjarni sat bara skelfingu lostinn á gólfinu og skildi ekki neitt í neinu Gasp Lukas er svo að fara að byrja hjá dagmömmu á mánudaginn svo við munum ekki hitta þau  mikið á næstunni en vonum nú samt að við höldum smá sambandi.

Jæja ég segi bara GÓÐA VERSLUNARMANNAHELGI og gangið nú hægt um gleðinnardyr Kissing

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband