Sunnudagur, 27. júlí 2008
ÁFRAM HEITT HJÁ OKKUR :)
Jæja sólin sleikir mann núna hér í Silkeborg og hitinn stígur bara dag frá degi Við kiktum í bæinn í Viborg í gær og röltum þar um í 29c og heiðskíru keiptum við okkur ís og var hann BARA góður Bjarni Harald fékk líka smá ís með pabba sínum og fannst honum það bara gott
við grilluðum síðan pylsur í kvöldmat og borðuðum úti á palli Bjarna Harald fannst sko ekki leiðinlegt að borða úti og borðaði hann því vel.
Kristinn er að vinna í dag, ég og Bjarni fórum í göngutúr í morgun og lak af okkur svitinn þegar við komum heim Bjarni skellti svo í sig einum pela og steinsefur núna inní rúmi hann hefur ekki neitt voðalega matarlist í þessum hita en hann er duglegur að drekka
Margrét Svanhildur mátti sko ekkert vera að því að tala við mig í gærkvöldi þegar ég hringdi, hún er núna hjá foreldrum mínum og voru þau uppí sumó og var Margrét úti að grafa með afa sínum þegar ég hringdi og hún sagði að ég væri sko bara eiginlega að trufla hana HEHE enhún sagði nú fyrirgefðu (hélt ég hefði orðið sár) okkur finnst bara æðislegt hvað hún er búin að njóta þess að vera á Íslandi og vitum við að hún mun njóta seinni vikunnar jafn mikið og þeirri fyrri
Bangsi greyið að hálf rænulaus en við pössum bara að hann hafi nóg vatn hjá sér svo hann fái nú vökva.
Jæja kannski maður reyni að gera eitthvað að viti hérna í kotinu bið að heilsa ykkur í bili
PS nýjar myndir á barnalandinu
Athugasemdir
Já það er gott að daman er að njóta sín :) hún er nú heppin með veður í daga alla vega hér á klakanum því það er búið að vera fínt veður :)
Sjáumst fljótlega :)
Fanney (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.