HITABYLGJA

Úff já nú er sko HEITT hér hjá okkur og mun hitinn bara hækka  næstu daga, veðurkallinn sagði í fréttunum að það væri hitabylgja á leiðinni og þeir kalla það hitabylgju þegar hitinn fer yfir 28c í 3 daga í röð Cool    Bjarni og ég  fórum í bæinn í gær að kaupa skyr og útréttast, ég labbaði nú niður í bæ og tók það mig klukkutíma svo tók ég strætó heim.  Við röltum síðan áðan að kaupa ávexti og grænmeti (nauðsyn að eiga nóg af því í hitabylgju) hann sefur núna inni enda allt of heitt að sofa úti ég er síðan með dreigið fyrir alla glugga til að reyna að einangra aðeins frá hitanum Wink

Bjarni Harald fékk sinn fyrsta hrísgrjónagraut í gærkvöldi og fannst honum það BARA gott og smjattaði vel og klappaði saman höndunum með bros á vör Grin núna eru vínber líka í miklu uppáhaldi hjá honum og hef ég varla undan að skrælla þau ofan í hann.

Mamma og pabbi munu sækja Margréti í sveitina á morgun og verður hún hjá þeim þar til hún kemur heim Smile hún er líka svo heppin að Svanhildur systir mun koma til Íslands næsta fimmtudag, svo hún fær að hitta hana og Freyju Sóley dóttir hennar, Margrét var sko ekki lítið ánægð þegar ég sagði henni það í gær og sagði bara YESS í símann LoL

Jæja kannski maður eigi að reyna að ná sér í pínu brúnku meðan guttinn sefur  ef ég tolli þá úti ég er ekki sú besta í að liggja í sólbaði Blush jæja bið að heilsa ykkur í bili (þið meigið alveg kvitta ) Kissing

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl kæru vinir,

Já hér er sko ekki hitabylgja hehehe :( Gráa fallega veðrið alltaf þegar ég lýt út um gluggan þessa dagana, frekar fúlt. Ég hugsa þó mikið til hitabylgjunnar og hlakka til að láta hana umvefja mig :) hehe

Ég tel niður dagana, ekki Perla því hún veit enn ekki neitt heheheh er þó að deyyyyyyja mig hlakkar svo til að segja henni.

Jæja hafið það sem allra best, passið ykkur á sólinni, hún er góð í hófi ;) segi ég .....hehe

Love Fanney

Fanney (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 19:40

2 Smámynd: Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir

Hæ!

Það er nú bara notalegt að hafa þennan hita núna, var eiginlega búin að fá nóg af rigningunni. Það er annars brjálað að gera í gestagangi hér á bæ og bara gaman hjá okkur.

Sjáumst hress í ágúst.

Bergþóra og co

Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir, 25.7.2008 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband