JÓLA INNKAUP :)

Margrét hristi nú af sér slappleikann í gærkvöldi og vildi ólm fara í skólann í morgun Wink Svo við hjónin gripum tækifærið og skruppum í bæinn að versla jólagjafir, náðum við nú að gera góð kaup og svo voru líka keyptar dagatalsgjafir en hér er bara einn jólasveinn svo að danirnir gefa frekar gjafir frá 1.des og svo aðventugjafir, þar sem ég var búin að föndra jólasvein með 24 skúffum kom sér vel að kaupa litla og stóra pakka í það Grin og að sjálfsögðu alla handa prinsessunni. Vorum við nú næstum búin að kaupa dagatal handa bangsa en það eru til dagatöl í búðunum með hunda eða katta kexi, en við vorum ekki alveg að sjá framá að geta geymt það í 24 daga svo hann fær bara  jólapakka í staðinn Tounge Nú er Kristinn á kvölvakt og við mæðgur erum að hugga okkur heima í hlýjunni en það er grenjandi rigning en samt 10c hiti en manni verður jú kallt þegar maður er rennblautur Crying

Ætlum við að bruna til Þýskalands á morgun og vera yfir helgina, kíkja á Hamburg skreytta og klára jólagjafirnar, enda ekki seinna vænna þar sem Grímur og Dögg koma næsta fimmtudag og á að láta þau taka hluta með sér heim. Já mér finnst ótrúlegt að þau séu bara að koma eftir 7 daga mér fannst eitthvað svo langt þangað til þegar þau fóru að tala um að koma en tíminn flýgur jú áfram W00t er ég "vonandi" búin að fá frí í vinnunni næstu helgi svo að ég sofi nú ekki allan tímann sem þau stoppa. Og já Dögg mín ég skal reyna að eiga nokkur kort eftir til að gera smá með þér Kissing og við ætlum að reyna að vera búin að baka kókostoppana svo Grímur fái smá smakk af þeim( þá er best að gera 8 falda uppskrift ) HE HE HE sérstaklega vegna þess að NAMMIGR'ISINN í brautarhólsfjölskyldunni (Oddur) kemur 16 des og ekki nenni ég nú að baka meira þegar hann er farinn svo það verður bara bakað nóg og Oddur fær góðann skammt og svo er bara að fela smá svo að við fáum eitthvað á sjálfum jólunum Tounge en það er ekki auðvelt að fela góðgæti fyrir Oddi hann er voðalega góður í því að þefa uppi góðgæti Blush En þetta er nú bara smá grín Oddur minn þú tekur þessu ekkert illa er það nokkuð?? En þið sem þekkið brautarhólsliðið vitið nú kannski hvað ég meina HE HE HE

En nú er komið nú af bulli í dag, skrifa aftur eftir Þýskalands för HeartInLove KNÚS Í KRÚS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já eins gott að eiga nokkur kort eftir.  Ég er nú ekki búin að vera dugleg að búa til kort þetta haustið. Mig vantar hana Rögnu mína í þetta.  Er strax farin að hlakka til að fá kökurnar.. Kveðja Dögg

Dögg (IP-tala skráð) 23.11.2006 kl. 23:16

2 identicon

Skemmtið ykkur í Þýskalandi um helgina:)

kveðja frá Aarhus

Bylgja Dögg ;)

Bylgja Dögg (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband