Miðvikudagur, 22. nóvember 2006
Fyrsti foreldrafundurinn í Frístundinni
Já í gærkvöldi fórum við hjónin á foreldrafund, já við fórum bæði því að hún Anita sem vinnur með mér bauðst til að hafa Margréti í heimsókn enda var fundurinn bara klukkutíma svo að ég ákvað að þiggja það Enda fannst okkur mjög gott að komast bæði á fyrsta fundinn. Þetta var nú fámennt og kósý en þetta var bara fyrir hennar grúbbu og bara fyrir þá foreldra sem eiga barn í 6 ára bekk, þar sem margir eiga eldri systkyni og þekkja reglur frístundarinnar og hvernig allt gengur fyrir sig þurftu þeir foreldrar ekki að mæta, semsagt við vorum foreldrar 3 barna
Úr því þetta var svona fámennt ákváðu starfsmenn frístundarinnar að dekka borð með kaffi, smákökum og konfekti, auk kertaljós svo já þetta var MJÖG kósý. Þau höfðu nú bara gott að segja um Margréti og þau sögðu að hún væri mjög hress og kát allan daginn
sögðu þau líka að hún væri svo opin og hún væri ekkert feimin að draga þau með sér að sýna þeim hvað hún vildi ef þau skildu ekki hvað hún sagði eða hún kunni ekki að segja hvað hún vildi sem er mjög gott og við vitum að það hefur hjálpað henni mikið í þessu öllu að hún er ekki feimin og ef einhver skilur hana ekki þá bara reynir hún á annan máta þar til hún er skilin
Hún var mjög ánægð að vera boðið í heimsókn til Anitu en hún á eina 2 ára og voru þær að halda danssýningu fyrir Anitu þegar við komum að sækja hana
svo á Anita líka eina 19 ára og er hún til í að gerast barnapía hjá okkur svona einstaka kvöld, þar er nátturlega nauðsynlegt að komast út öðru hvoru.
En í morgun hringdi kennarinn hennar Margrétar í mig og sagði að hún væri búin að vera með magaverki og lægi bara í sófanum ákvað ég að fá hana heim og bauðst kennarinn til að skutla henni heim þar sem ég er bíllaus var ég mjög fegin þar sem ég var jú á vakt í nótt og hafði aðeins sofið 3 tíma þegar hún hringdi en ég er nú að vona að þetta sé einhver flensa í henni núna hún er ekki með niðurgang en er með magaverki og ég held hún sé með hita (mælirinn er bilaður, sýnir 34c) en hún er semsagt búin að liggja undir teppi og horfa á barnaefni og ég hef aðeins dormað hjá henni svo er ég nú komin í frí svo ég fer bara snemma að sofa í kvöld
EN nú ætla ég að halda áfram að kúra hjá englinum mínum kveðja Ragna
Athugasemdir
Allir voru ánægðir með bréfið frá þér. Gott að sjá að Margréti líði betur. Gangi ykkur vel. Kv Bergþóra.
Bergþóra (IP-tala skráð) 22.11.2006 kl. 20:14
hææ jm það er mjög gott að Möggu Líður betur. veit ekki hvað ég á að seigja en bara sakna ykkar;* kv Stína;)
Stína (IP-tala skráð) 23.11.2006 kl. 15:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.