Laugardagur í Rigningu

Herna er bara Rigning og letilegt veður. Við vorum að koma úr sundi en hún systir mín Stína er í heimsókn og fórum því bara öll af stað. Þetta var annað sinn sem hann Bjarni fór í sund og þetta skiptið var mikið betra. Hann var allur hinn kátasti og hreinlega var í essinu sínu. Hann hoppaði og buslaði fyrir allan peninginn.

Hún Stína systir er hérna eins og áður sagði. Hún kom á fimmtudagsmorun og verður fram á næsta laugardag. En þá fara hún og Margrét til Íslands.

Það er búin að vera strembin vika núna síðastliðin. En eins og fram kemur í fyrra bloggi var ég jú í 2vikna fríi og mætti aftur á mánudaginn. En sá sem leisti mig af er ekki alveg með stjórn á aðstæðum og því var ég alla vikunna að ná í skottið á sjálfum mér en það var allveg nóg annað að gera sem er skiljanlegt þar sem allir eru að fara í frí eða komnir í frí og bíllin þarf að vera í lagi.

Við vorum í Gær í mat hjá Bergþóru og Jón Óskari í Vejle. Við fengum að gæða okkur á ekta íslensku lambi og svo var hún með heitan ís í desert. Allveg hreint frábær matur og góður félagsskapur. Við viljum þakka allveg kærlega fyrir okkur aftur. Takk Bergþóra. :)

Jæja nún er best að fara að slaka aðeins á þar sem þetta er eini frídagur minn í þessari viku. En á morgun er ég á sunnduagsvakt í söludeildinni. Bestu kveðjur frá Rignarbaunalandinu.

Kristinn 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ :) fínt að það rigni núna...finn á mér að rigningin verði hætt 4 ágúst tíhí :) og verði pottþétt sól allavega til 11 ágúst :)

Ég sagði við Perlu mína að ég myndi senda með auka tösku tóma...því þið ætluðuð að versla fyrir mig hehe, þetta kom út úr mér í kjölfar þess að hún talaði um að henni vantaði nýjan pollagalla og nýtti ég tækifærið....hehe. Hún kaupir alveg hreint allt sem ég segi með þetta og er voða spennt að fá að fylgja margréti sinni að hliðini hehehe. Omg hvað maður er mikill prakkari sko tíhí :)

Hér er líka rigning og letilegt veður í dag, en krakkarnir samt ´búin að vera úti að leika sér í dag, hoppandi á trampólíni :)

Ég er komin með nýtt lykilorð á síðuna mína, næst þegar þið eruð on line þá endilega fáið það :) En myndaalbúmin eru samt opin :)

Hafið það sem allra best, knús og kossar Fanney

Fanney (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband