Róleg og góð helgi :)

Já við erum búin að hafa það nokkuð gott um helgina. Margrét er að hressast en það tekur jú sinn tíma fyrir hana að safna upp kröftunum á ný.

 Við fórum aðeins út í gær að versla og bara aðeins að fá okkur frýskt loft, svo var tekið video og haft það kósý Whistling svo fór ég að vinna og gekk vaktin vel og hratt Happy Ein sem vinnur með mér á 8 ára tvíbura og var hún búin að safna fötum í poka handa Margréti (ekkert smá sætt af henni) Grin svo þegar ég vaknaði í dag sýndi ég Margréti pokann og var hún ekki alveg að skilja afhverju hún var að gefa henni FULLAN poka af fötum Gasp en hún var þetta líka glöð að fá fullt af nýjum og fínum fötum, og var hér tískusýning í hádeginu Grin
Hún er orðin voða spennt að fara í skólann á morgun, en hún er búin að klára fyrstu verkefnabókina og á að fá nýja á morgun. Hún missti nú þó nokkuð úr síðast þegar hún var á spítalanum en gerði sér nú lítið til og bætti það upp á einum degi ( 9 blaðsíður) Shocking nú er hún líklegast búin að missa  úr aftur og er hún búin að gera samning við Kristinn að  vinna  vel heima á morgun og þriðjudag þar sem það er nú ekki skemmtilegt að vera á eftir öllum bekknum með verkefna vinnu.

Jæja nú hef ég ekki meira að segja í bili og jólakortagerðin  kallar Tounge

MUNIÐ GESTABÓKINA, HÚN BÝTUR EKKI FAST !HE HE HI HI HA HA


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband