Mánudagur, 30. júní 2008
Sumarfrí på toppen af Denmark.
Jæja jæja þá gefst loks tími hér á bæ til að skrifa nokkrar línur
Við fórum til Aalbek sem er rétt hjá Skagen sem er toppurinn á DK, við áttum æðislega viku þar og brölluðum ýmislegt og slökuðum á. Td fórum við í sund, sædýrasafn,eyddum einum degi á Skagen og svo öðrum degi í Fredrikshavn en þar var einmitt miðaldarhátíð sem var voða flott hátíð og gaman að sjá það (sérstaklega fyrir Margréti) svo var bara farið í göngutúra og borðaður góður matur
Svo í gær flutti prinsinn um herbergi og svaf hann eins og steinn í nótt en ég svaf eitthvað laust (fannst þetta frekar skrítið) vona að ég sofi betur í nótt þar sem ég veit að ég heyri vel í honum enda herbergið beint á móti okkar
Við fórum á útsöluráp í Aarhus í dag og var aðeins verslað á krakkana og Margrét fékk nýja skólatösku og er hún strax búin að raða í hana og hana farið að hlakka til að mæta í skólann með nýju töskuna (6 vikur í skólann ) HEHE já það er gott að skvísan er ánægð í skólanum
Næstu daga á svo að taka til hendinni í garðinum enda góð veðurspá framundan eða 25 - 30c og sól eins langt og spáin nær
Jæja best að fara að koma drengnum í rúmið, feðginin eru að GAULA í singstar (vona að nágrannarnir heyri ekki of vel ) HAHAHAHA
Góða nótt RAGNA
Athugasemdir
Hæ gott að Þið skemmtuð ykkur vel, greinilega góður staður að vera á. Verð að muna það næsta sumar:)
Knús
Bergþóra
Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir, 1.7.2008 kl. 13:23
Gaman að heyra að þið áttuð gott frí. Ja hérna er Krissi farinn að æfa sig fyrir Rock star :) ja ég vissi alltaf að það væru hæfileikar í ættinni en svona váááá......
Bestu kveðjur frá Villu og fjölsk.
Vilborg frænka (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 17:35
Frábært að heyra að vel tókst til með sumarfríið og ég segi eins og Vilborg..Krissi það er gott að finna sig í einhverju..hehe..Allt gott að frétta úr Hafnarfirði ..er að byrja í sumarfríi og það er dásamlegt. Kveðja, Linda og Hulda Rún.
Linda og Hulda Rún (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 09:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.