Fimmtudagur, 19. júní 2008
styttist í FRÍ :)
já nú er Kristinn ALVEG að fara í sumarfrí hann á bara eftir að vinna á morgun og svo förum við að stað á laugardaginn en við erum búin að leigja LUXUS sumarhús á SKAGEN sem er á toppnum á DK það er bæði sauna og nuddbaðkar svo það mun ekki væsa um okkur þar, svo er húsið alveg við ströndina svo þetta verður bara kósý, við ætlum að eyða viku þar og njóta þess að vera í fríi saman og bralla eitthvað sniðugt.
Annars er bara allt rólegt hjá okkur og lítið að gerast við Bjarni Harald erum alltaf heima að dúlla okur eitthvað ,Margrét Svanhildur í skólanum og Kristinn að vinna.
Við keyptum hjól handa Margréti um daginn en tengdó gáfu krökkunum pening um daginn og ákváðum við að splæsa í nýtt/notað hjól handa skvísunni,það er með gýrum og aðeins stærra en það gamla og er hún alsæl með nýja hjólið sitt Bjarni Harald fékk hoppurólu fyrir sinn pening en hann er orðinn frekar leiður á að liggja endalaust á gólfinu svo að nú hoppar hann og rólar inn á milli og brosir allan hringinn
hann er líka sáttur ef hann fær að sitja í sófanum og leika sér en þá sit ég jú hjá honum þó svo að hann sé farin að sitja fínt sjálfur þá veit maður að hann getur rúllað fram fyrir sig og þá endar hann í gólfinu sem er jú ekki svo sniðugt.
jæja nú veit barasta ekki hvað ég á að segja ykkur fleirra svo að ég hætti bara núna og skrifa aftur síðar þegar ég hef eitthvað skemmtilegt að segja ykkur BÆJÓ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.