Konan orðin þrítug.

Ég á orðið þrítuga konu, hún er samt betri heldur en hún var þegar við kyntumst, Ekki samt að hún hafi verið slæm eða þannig. Hún tók nú samt ekkert eftir þessu frekar en undirritaður þegar hann fylti tuginn. Við höfðum góðan dag með Bylgju og Sigfúsi sem komu ásamt dóttur sinni Rakel Talíu í Grilll og huggulegheit yfir daginn. Hitinn var samt næstum ekki til að halda út. Það fór í 29c í skugga á laugardeginum og yfir í 30c á Sunnudeginum. Við erum samt alveg ánægð að núna er bara venjulegt veður með smá golu (vind) og skúrum. Enda ekki vanþörf á rigningunni.

Þær mæðgur Ragna og Margrét skeltu sér í Sirkus Arena á Sunnudeginum og fengu alveg hreint frábæra skemmtun útúr deginum. Við feðgarnir nutum þess að vera konulausir og lékum okkur á gólfinu og spjölluðum svolítið saman. Borðuðum svo góðan mat og nutum lífsins með Grilli og kósíheitum.

Margrét er alltaf á fullu í fótboltanum og kallin með sem "træner" og hrikalega aktívur á siðar línunni. Þær voru að keppa á þriðjudaginn en gekk ekki alveg nógu vel. Þær spiluðu fínt en vantaði aðeins herslumuninn til að taka sigurinn heim.

Svo er Bjarni Harald kominn með Tönn. Já það er rétt. Litla tansan gjægðist upp í dag og hann er ekki alveg sáttur við lífið svolítið pirraður og þreittur.

Jæja læt þetta duga í bili.

Bestu kveðjur frá kallinum í DK. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega til hamingju með FRÚNNA

Kv. Jóhanna Elín

Jóhanna Elín (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 12:37

2 Smámynd: Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir

til hamingju með tönnina Bjarni, glæsilegt hjá þér.

Hlakka til að sjá ykkur aftur.

Knús frá

Vejle liðinu

Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir, 12.6.2008 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband