Mánudagur, 2. júní 2008
EIGINLEGA ALLTOF HEITT
Já það liggur við að það sé OF heitt hjá okkur núna = 30 og sól það er varla hægt að vera úti þessa dagana og Bjarni sefur bara inni og það bara á samfellunni með lak yfir sér. Við hjónin rifum líka sængurnar innan úr sængurverunum í gærkvöldi og sváfum bara með sængurverin það var svo heitt í húsinu að ég ætlaði aldrei að geta sofnað (ekki líkt mér) en það borgar sig nú ekki að vera að kvarta yfir góðu veðri en það getur líka verið OF gott veður
Kristinn var nú ekki mikið heima síðustu helgi en á Laugardaginn fór hann á vinnufund, klósettrallý og svo útað borða, og í gær var hann að vinna. Ég kikti nú í afmæli með krakkana til Vejle en strákarnir hjá Bergþóru áttu báðir afmæli núna á dögunum. Við vorum þar í góðu yfirlæti í 30c og sól svo að krakkarnir fengu að fara í vatnsbyssuslag og sulla í vatni eins og þau vildu svo bauð ég skottunni minni uppá MC DONALDS klikkar aldrei og svo horfðum við á video (voða kósý hjá okkur) Í gær fór Margrét með Marianne vinkonu sinni niður á strönd og ég lét sólina aðeins baka mig hér í garðinum
Svo sótti ég Kristinn í vinnuna og mætti ég með 2x ÍSKALDA CARLSBERG handa þeim og var það bara vinsælt, en hann sem var að vinna með honum er að fara að gifta sig og var hann steggjaður á laugardaginn svo hann var frekar þreyttur og þunnur greyið
svo hann var bara glaður að fá einn ískaldan
Bjarni Harald er farinn að borða eins og HESTUR en í alvörunni talað þá verð ég að stoppa hann af í hverri máltíð þegar mér finnst komið nóg hann lemur bara í borðið og bíður með opinn munninn HEHE Margrét var jú líka svona á sínum tíma hún ÖSKRAÐI ef maður skóflaði ekki nógu hratt uppí hana HEHE
Bjarni er ekki alveg að þola hitann en Margrét þolir þetta vel og er bara úti í fótbolta og svona og kemur svo reglulega og biður um ís eða eitthvað að kalt að drekka sem hún fær í ótakmörkuðu mæli núna
Jæja ætla að fara að reyna að liggja smá úti og fá smá meiri lit á kroppinn
Athugasemdir
Hæbbs
Hvernig er planið um helgina hjá ykkur?
Vorum að pæla að kíkja á ykkur á laugardaginn, taka daginn snemma og koma með lestinni í kringum 12 leytið. Ef það er í lagi ykkar vegna?
Getum kannski grillað í hádeginu. Annars erum við auðvitað til viðræðu um aðra daga ef þetta hentar ekki. Erum lítið að gera nema að bíða eftir að leikskólakennarar hætti í verkfallinu.
kveðja
Bylgja Dögg og co.
Bylgja Dögg (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 12:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.