Miðvikudagur, 28. maí 2008
FRÁBÆRIR DAGAR :)
EN of fáir finnst manni. Já við erum búin að eiga æðislegan tíma með Bjarna og Oddny þau komu jú á Laugardagskveld og brunuðu feðginin til Billund að ná í þau, mér fannst nú frekar skrítið að sitja ein og horfa á EORUVISION en það lagaðist þegar þau komu Á sunnudeginum sátum við í sólbaði, fórum í 1 1/2 tíma göngutúr og svo í piknik en við keyrðum niður að vatni og sátum þar eins og palli einn í heiminum SVO FRIÐSÆLT OG GOTT
svo um kvöldið lá leiðin á JENSENS BUFFHUS og svo heim enda allir þreyttir eftir góðan dag og ég og Bjarni(eldri) ANSI rauð og sæt eftir sólina HEHE
Kristinn fór svo að vinna á mánudeginum en Margrét var í fríi frá skólanum svo að við Margrét og Bjarni Harald fórum með þau niður í bæ með bus og röltum við göturnar og tengdó náðu aðeins að eyða eins og nokkrum krónum
þau gáfu okkur dúk á borðið og krökkunum dót Bjarni Harald er SVO ánægður með sitt nýja dót en hann fékk BANGSÍMON hunangskrukku sem syngur og bangsinum skýst uppúr krukkunni ef maður ýtir á vissan takka og svo spjallar bangsimon við mann og syngur lög og ef maður ýtir ekki á neina takka í smá tíma þá segir hann bara FARVEL HEHE voða sniðugt, Margrét fékk PET SHOP dýr
Jæja í gær var svo síðasti dagurinn þeirra hjá okkur
við fórum í smá göngutúr í sólinni en við röltum alla leið niður í miðbæ og tók það 1 1/2 tíma við keyptum okkur ís og tókum svo bussinn heim
svo var eldaður matur og haldið uppí skóla á TEATER FEST Margrét stóð sig eins og hetja og var þetta mjög skemmtilegt kvöld Bjarni Harald skemmti sér konuglega en hann skelli hló og skríkti meðan á sýningunni stóð BARA KRÚTT
Já við erum síðan búin að kaupa TRIP TRAP stól fyrir hann og er hann alsæll með það.
Jæja við biðjum bara að heilsa í bili ég heyri að Bjarni Harald er farinn að blaðra við sjálfan sig úti vagni = vaknaður
Kær kveðja Ragna og allir hinir
Athugasemdir
Sæl öll. En hvað það er gaman að sumarið er komið hjá ykkur, og gaman að gamla settið gaf sér tíma til að heimsækja ykkur. Þau hafa nú örugglega haft mjög gaman af því. Allt gott að frétta af okkur, gengur hægt að byrja á bílskúr en er samt allt í ferli. Bestu kveðjur, Linda
Linda (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 10:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.