Tengdó á leiðinni :)

já Bjarni hringdi í gær og tilkynnti okkur að hann væri að kaupa flugmiða til okkar og hann og Oddny kæmu á laugardaginn og verða til þriðjudagskvölds Smile Hann hringdi í síðustu viku og sagði okkur að þeim langaði nú að fara að koma og kikja á barnabörnin og vonandi okkur gömlu lika HEHE jú ætli það ekki Tounge Margrét er alveg í skýjunum með þetta og hlakkar okkur öllum til að sjá þau. Það hittir líka svo vel á að Margrét er að fara að sýna leikrit í skólanum á þriðjudaginn og munu þau ná að sjá það.

Annars er bara allt gott að frétta af okkur hitinn er farinn að stíga á ný (20c) og sól að mestu leyti Cool Bjarni Harald er alltaf jafn sprækur þessa dagana og er voða skemmtilegur, bablar og frussar útí eitt Tounge allgjör snúlli, hann prófaði að sitja í TRIP TRAP stól hjá einni úr mömmuhópnum og þetta var BARA að virka fyrir hann svo nú er bara að setja allt á fullt og reyna að finna einn slíkan notaðan, hann er ekki alveg að vilja sitja í ömmustólnum meðan hann borðar svo við Kristinn höfum verið að skiptast á að halda á honum sem er frekar erfitt þar sem hann er ansi snöggur og rífur í alla diska og glös og já bara allt sem hann nær í Woundering okkur finnst alveg ótrúlegt að hann sé orðinn 6 mánaða þar er alveg ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Þann 20 maí varð hann semsagt 6 mánaða og þann sama dag voru líka 2 ár síðan við fluttum hingað út.

jæja nóg komið í bili MUNIÐ NÚ AÐ KVITTA Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir

Hæ þið öll!

En hvað þið eruð heppin að fá þau út til ykkar. Ég heyri í þér Ragna í næstu viku, ég er á leið til Köben í húsmæðraorlof.

Knús

Bergþóra

Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir, 23.5.2008 kl. 13:10

2 identicon

Vona að þið eigið góðar stundir með Bjarna og Oddnýju í sól og hita. Kveðjur úr roki og rigningu :)

Vilborg frænka

Vilborg á Selfossi (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 14:43

3 identicon

Æ hvað er gott að þú ert að verða betri í fætinum, og það er aldrei að vita nema maður nýti sér símann, til hamingju með það.  Gott að heyra að gamla settið er hjá ykkur, og hvað vel hittist á með leikritið. Hulda Rún er búin að fara í útskriftarferðina sína, og gisti eina nótt, með félögunum úr leikskólanum, ekkert smá stór áfangi.  Bestu kveðjur úr Hafnarfirði. Linda og Hulda Rún.

Linda frænka (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband