Mánudagur, 19. maí 2008
LOKSINS KOMIN MEÐ HEIMA SÍMA :)
Þá erum við komin með síma (annan en GSM) þetta er svona breiðbandssími og ef þið viljið heyra í okkur getið þið hringt í 0045-5851 2967
Þetta er búið að vera fín helgi hér hjá okkur við kiktum í bæinn á laugardaginn og var Bjarni Harald bara í kerrunni sinni alveg að fýla þetta í botn sat þarna og horfði á allt fólkið og naut sín í botn. Kristinn var svo að vinna í gær og við Margrét tókum til í ruslakompunni hennar og breyttum henni aftur í fallegt herbergi svo fórum við í göngutúr og Margrét þaut um á linuskautunum. svo er bara búið að vera grill og fínheit í matinn enda veðrið til þess, reyndar kólnaði aðeins hjá okkur (17c) en hitinn er á leið upp aftur. Það ringdi loks í morgun en það voru fyrstu droparnir í Maí mánuði, allt var orðið frekar þurrt svo að þetta voru BARA góðir dropar.
Ég er mun betri í löppinni og ætti að geta farið að fara út að labba daglega aftur
Jæja gaurinn vill fara að fá pelann sinn og fara út að sofa
Kær kveðja frá ADVEJ 25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.