Læknastúss

Já í gær var Margrét mjög slöpp og með rennandi niðurgang Frown ég var EKKI glöð yfir að þetta væri byrjað aftur. Ég hringdi á læknavaktina í gærkvöldi og var mér sagt að mæta með hana til skoðunar á sjúkrahúsinu hér í Silkeborg. Þar sem Kristinn var á kvöldvakt hringdi ég á TAXA , Læknirinn á vaktinni vildi gefa henni lyf sem stoppaði niðurganginn þar sem þetta LAK bara niður (afsakið lýsingarnar) en svona var þetta (SLÆMT) hún var einnig MJÖG aum við skoðun og vildi læknirinn að ég hringdi á barnadeildina í dag og er ég nú að bíða eftir að læknir þar hringi í mig til baka Errm vona ég að við förum nú að fá einhver svör á þessu öllu saman, hún er nú búin að vera slæm í maganum í HEILAN MÁNUÐ og vitum við að það er eitthvað sem hlýtur að valda þessu og viljum við fara að fá SVÖR það er ekki hægt að hún sé ALLTAF með niðurgang hún er að sjálfsögðu búin að léttast og er HUNDSLÖPP Frown

Já svo í morgun fórum við inní Aarhus því að ég átti tíma hjá Taugalækni þar, gekk það allt vel og mér leist vel á lækninn, hann skoðaði mig gaumgæfilega og ætlar hann svo að senda lækninum á íslandi MAIL því hann vill fá aðeins betri upplýsingar frá honum.

Já svo að þessa dagana er bara verið í LÆKNASTÚSSI sem er nú EKKI það skemmtilegasta sem við gerum Errm en svona er þetta og nú bíðum við bara eftir hringingu frá barnadeildinni Blush læt ykkur svo vita hvað kemur í ljós úr þessu með skottuna okkar.

kveðja frá danaveldinu góða Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æi það er nú ekki gott að heyra að Margrét sé orðin aftur veik. Ég vona að þeir fari að finna hvað er að hrjá hana.....ekki gott að vera alltaf veik. Allavega batakveðjur til Margrétar frá okkur í Aarhus

Bylgja Dögg og Sigfús Örn (IP-tala skráð) 9.11.2006 kl. 11:47

2 identicon

Hæ allir

En hvað það er leiðinlegt að heyra hvað Margrét er búin að vera veik að undanförnu. Vonandi finnst hvað er að hrjá hana. Batnaðar kveðjur til Margrétar.

Gaman að heyra að þið séuð að fara að kaupa hús úti og til hamingju með það.

Allar skvísurnar á Rofaborg biðja að heilsa við erum að fara að undirbúa jólaboðið okkar skemmtilega. Buið að skipa í nefndir og svona.

Af okkur að frétta er bara allt fínt en ég var að krækja mér í magapestina sem er að ganga ojjjjjj bara. Ekki meira um það.

Kveðja Badda og fjöl

Bjarney Hafsteinsdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2006 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband