Föstudagur, 16. maí 2008
Jæja komin helgi á ný :)
Ótrúlegt hvað þessar vikur líða hratt mér finnst að það hafi verið föstudagur í gær
Ég er loks eitthvað betri í löppinni og er farin að geta stigið almennilega í hana ég fór með Bjarna Harald í vigtun á miðvikudaginn og var læknirinn bara nokkuð kátur með hann, hann er núna 7,2 kg svo hann er að þyngjast fínt þrátt fyrir gubbustandið. Læknirinn leit á fótinn á mér og var viss um að ég hefði slitið liðband en ég er ekki viss um að það sé rétt þar sem ég er miklu betri í dag.
Kristinn er núna úti að grafa skurð frá götunni og inní hús en við erum að fara að fá breiðband og þá þarf maður að grafa sjálfur fyrir því , en við munum fá mun betri internet og betra sjónvarp en þetta þýðir líka að við munum vera netlaus í einhvern tíma í júní en við lifum það af
Svo erum við búin að panta símabox og þá verðum við með heimasíma og þá munum við hringja frítt til íslands og fleirri landa fyrir aðeins ca 80 dkr á mánuði þá mun fólkið okkar heima fara að heyra oftar í okkur
Jæja ætla að fara að sinna prinsinum sem er búin að velta sér yfir á magann og vill fá hjálp til að komast aftur á bakið HEHE
Góða helgi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.