HÚSFRÚIN HOPPANDI UM Á EINUM FÆTI :(

Já já mér tókst að detta hér á mánudaginn á leiðinni út með Margréti á fótboltaæfingu ÁI þetta var  BARA vont og það endaði með því að Kristinn fór bara með Bjarna og Margréti í fótboltann og ég uppí sófa með fótinn uppí loft og klaka á Crying um kvöldmat leist mér nú ekkert á blikuna þar sem ég var með 3 faldan ökla og verki uppí hné, hringdi því á slysó en það var svo busy hjá þeim að ég gat fyrst komið kl:22 , ég fór því bara ein með TAXA jæja ég lá þarna uppá slysó og var skoðuð bak og fyrir og læknirinn var viss um þetta væri brot Frown mér var skellt í rönken og sem betur fer sást ekkert brot á myndunum Wink þeir voru 3 læknarnir sem skoðuðu myndirnar þar sem þeir trúðu bara ekki að ég væri ekki brotin og löppin liti svona út. Jæja ég er semsagt í teygjuumbúðum og ligg með ís á löppinni. Kristinn var heima þriðjudag og miðvikudag þar sem ég gat jú ekki hoppað hér um með Bjarna Harald í fanginu, Kristinn fór að vinna í morgun og ég trilla Bjarna hér um í kerrunni HAHA já honum finnst þetta frekar skrítið greyinu. ég er nú aðeins farin að tilla í fótinn en fer mér HÆGT. Svo sit ég bara úti og nýt veðursins en það er búið að vera sól og 22-24c alla vikuna og núna er hvorki meira né minna en 26c Bjarni er bara á samfellunni og hefur það gott en hann sefur nú bara inni þessa dagana þar sem það er ALLTOF heitt fyrir hann að sofa úti.

Margrét er á fullu í fótboltanum en það var æfing á mánudag,leikur á þriðjudag og svo æfing á miðvikudag svo er hún að fara að keppa á sunnudaginn í KOMMUNE MESTERSKAP en þetta er stór keppni og eru nokkrar úr liðinu hennar sem munu keppa, hún er voða spennt fyrir þessari keppni en ég er ansi hrædd um að mín verði þreytt um kvöldið þar sem þetta eru 5 leikir sem þær eiga að spila.

Jæja best að fara að stappa banana í strákin, ójá við gáfum honum kartöflur og gulrætur í gær og honum fannst það algjört lostæti Tounge hann er orðin svo duglegur að borða þessi elska Wink

kveðja úr sólinni Ragna (bráðum brún)Cool Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ. en leiðinlegt með löppina. Farðu þér hægt, bæði í sólinni og með löppina (þú mátt nú ekki vera dekkri en ég, ekki að það sé erfitt).

Ég er ekki búin að sjá djús fyrir Bjarna Harald, athuga það betur:)

Knús

Bergþóra 

Bergþóra (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 09:24

2 identicon

Leiðinlegt að heyra að frúin sé hoppandi um á einni löpp við vonum að það batni fljótt, njóttu sólarinnar. Hér bara rignir og rignir en grasið er orðið nokkuð grænt og vænt :) Kærar kveðjur til ykkar allra frá okkur öllum! Villa frænka á Selfossi og fjölsk.

Vilborg Eiríksdóttir (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband