Mánudagur, 6. nóvember 2006
Rólegheita sunnudagur
Gærdaginn er hægt að kalla rólegheitadag hér hjá okkur danabúunum Ég svaf til 14:00
en þá vaknaði ég við undursamlega lykt, já feðginin voru að BAKA kanelsnúða og brauðbollur
NAMMI NAMM ekki slæmt að vakna við svoleiðis lykt. Svo vorum við nú BARA heima í afslöppun, enda rok og rygnning úti, ÞÁ ER GOTT AÐ HUGGA SIG HEIMA HJÁ SÉR.
Í dag er ég að fara á fund í vinnunni , Margrét fer heim með Jóhönnu vinkonu sinni og svo sækja feðginin mig kl:18:00 á fundinn . Já þá vitið þið planið fyrir daginn í dag
Já og ég ákvað líka síðasta föstudag að hætta að vera LUKKUTRÖLLIÐ á heimilinu og dreif mig LOKS í klippingu og nú er ég bara NOKKUÐ fín en þeir sem þekkja mig vita nú mæta vel að hárið á mér vex nú kannski soldið OF hratt ,en svona er það nú bara.
Jæja ætli ég þurfi ekki að fara að HOPPA í föt og fara á 1. vinnufundinn
SEE YA
Athugasemdir
hæ margrét.
ég sakna þín.
þú ert best.
þú ert frábær.
hvenær kemurðu í heimsókn?
birta huld
Birta Huld (IP-tala skráð) 6.11.2006 kl. 19:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.