Þriðjudagur, 22. apríl 2008
ÞRIÐJUDAGUR
Jæja þá erum við búin að skreppa til Þýskalands og áttum við mjög góða helgi þar, við slökuðum á kiktum í C&A og borðuðum góðann mat svo á bakaleiðinni var stoppað í grensabúðinni og verslað gos og bjór
Bjarni Harald er núna aftur kominn á venjulega þurrmjólk og erum við að vona að hann þoli hana, annars er hann bara hinn sprækasti þessa dagana, hlær og skríkir og bablar
Við erum svo að fara að halda uppá 8 ára afmælið hennar Margrétar Svanhildar en hún á jú afmæli á sunnudaginn, við munum sækja stelpurnar(11 stk) í skólann á föstudaginn kl: 13 og fara með þær í keiluhöll þar sem þær fá ýmiskonar góðgæti að borða ,spila keilu og fá svo ís og köku og svo verða þær sóttar þar kl:16:30. Margrét er orðin voða spennt fyrir þessum degi og telur niður svo ætlum við að gera eitthvað sniðugt á sjálfan afmælisdaginn líka en það fer eftir veðri hvað það verður. Núna er 16c og sól svo það er ekki hægt að kvarta yfir veðrinu þessa dagana enda er Kristinn búinn að vera SÚPER duglegur í garðinum og er allt farið að líta þokkalega vel út
Jæja best að kikja út og sleikja sólina smá kossar og knús Ragna
Athugasemdir
Hæ það er gott að þið höfðuð það svona gott í Þýskalandi, alltaf gott að koma í annað umhverfi
. Við verðum nú að fara að hittast, kannski við getum gert hist eitthvað þarnæstu helgi (1.mai - eitthvað).
Knús Bergþóra
Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir, 23.4.2008 kl. 08:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.