Miðvikudagur, 16. apríl 2008
SÓL SÓL SKÍN Á MIG ..................
já það er sko barasta búið að vera æðislegt veður hér hjá okkur ,sól og 10-13c allir eru léttir í lundu og eru úti að vinna í garðinum eða grilla og þess háttar.DEJLIGT
Annars fór ég með krakkana til læknis í gær og eru útbrotin á Margréti mun betri við eigum samt að bera á þetta þar til þetta er alveg horfið. Bjarni Harald fékk síðan 5 mánaða sprauturnar og læknisskoðun og er hann orðinn 67cm og 7kg já hann stækkar vel drengurinn en lækninum fannst hann samt ekki þyngjast nógu vel og vill að hann fari að fá venjulega þurrmjólk aftur (prófa það allavegana) og ég á að velja þá þurrmjólk sem er með mestum kalóríum, hann er bara búin að þyngjast um 1kg síðan 22 feb en hann lítur samt vel út og hefur það gott :) Hann varð reyndar veikur eftir sprauturnar og var frekar lítill í gærkvöldi og með hita hann var með yfir 40 stiga hita í nótt og átti frekar erfiða nótt greyið lilta ,hann er núna bara með nokkrar kommur og er farin að leika sér og brosa og hjala aftur semsagt orðin líkur sjálfum sér á ný :)
Við ætlum að bruna til Elsmhorn í þýskalandi á morgun og eyða helginni hjá systir pabba en það er löng helgi núna (ST BEDEDAG á föstudaginn) svo okkur fannst tilvalið að kikja á frændfólkið í hinum megin við grensan og versla smá á krakkana og gos og bjór Bjarni Harald er or'in frekar fátækur af samfellum svo að hann verður birgður upp af þeim og Margrét ætlar eitthvað að versla sér en hún á FULLT af EVRUM svo að hana hlakkar til að kikja í bæinn í Elmshorn. ég fór reyndar með krakkana í bæinn síðustu helgi og þá keypti hún sér rosa flottar buxur og skó fyrir peninginn frá foreldrum mínum hún er orðin svo mikil fatafrík þessi elska og hún elskar að kaupa sér föt GUÐ HJÁLPI MÉR EFTIR NOKKUR 'AR HEHEHE
Jæja ætla að fara að elda áður en feðginin koma heim en þau eru á fótboltaæfingu (Margrét byrjuð aftur að sparka boltanum )
Í RESTINA ÞÁ LANGAR MIG AÐ ÓSKA SVANHILDI SYSTIR TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN Á MORGUN EIGÐU SÚPERGÓÐANN DAG ELSKU SYSTIR KNÚS OG KRAM FRÁ OKKUR
Athugasemdir
Hæ hæ það er gott að vita að Margrét er að verða góð af útbrotunum, og að vorið er komið með grilli og garðvinnu. Það var 10 stiga hiti hér í dag en ekki neitt vorlegt enn sem komið er. Hulda fær rör í eyrun á mánudaginn en ´hún er búin að vera með eyrnarbólgur. Vona að þið hafið góða ferð til Germany. Bless og kveðjur úr Hafnarfirði. Linda og Hulda Rún.
Linda (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.