Mánudagur, 30. október 2006
HÆ HÓ ALLIR SAMAN !
Við familian áttum mjög fínan dag í gær, vorum heima að gera jólakort og fórum svo í göngutúr í skóginum og mynduðum haustlitina sem orðnir ansi flottir.
Margrét fór svo í skólann í morgun og var tekið rosalega vel á móti henni, KNÚSUÐ fram og til baka sem henni finnst nú ekki slæmt HE HE Hún átti erfitt með að sofna í gær þar sem henni hlakkaði svo til að fara í skólann
þetta segir okkur Kristni að henni líður vel í skólanum og er ALSÆL þar með öllum krökkunum.
Ég fór svo í hnykk í morgun og gekk það nú bara ágætlega. Það rignir DUGLEGA á okkur núna en enn er ágætur hiti eða 13c svo á nú að kólna þegar líða fer á vikuna, það er spáð 5c og slyddu brbrbrbr.
Jæja nú man ég ekki eftir fleiru að segja ykkur, Bæjó í bili
Athugasemdir
gaman að heyra að skvísan er svona sátt í skólanum..... Og mikið sakna ég þess að geta ekki gert jólakortin með þér Ragna.... við verðum að taka smá törn þegar við komum í lok mánaðarins
Dögg (IP-tala skráð) 30.10.2006 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.