FREDAG DEN 11. APRIL

Já það er komin föstudagur enn og aftur (ekki slæmt það ) þessi vika er búin að líða hratt enda nóg að gera svosem. Á mánudaginn fórum við Bjarni í bæinn með Anette og Lukas og var það mjög gaman, þriðjudaginn komu Jonna og Milla (úr mömmuhópnum) í kaffi og við fórum saman í göngutúr, Kristinn fór á námskeið á miðvikudaginn útí Middelfart og gisti þar því hann sat annað námskeið þar í gær, ég þurfti með Margréti til læknis í gær en hún fékk sár á fótinn á Handboltaæfingu fyrir 2 vikum síðan hún fékk plástur á sárið og greinilega þá þoldi hún ekki þennan plástur því hann var tekin daginn eftir að hann var settur á og viti menn hún var komin með þvílík útbrot hring um löppina Frown  hún er semsagt enn með þessi útbrot og þau vesna bara frekar en hitt, hana klæjaði svo mikið í þetta í gær að hún hringdi í mig úr skólanum og sagðist ekki líða nógu vel í löppinni, læknirinn sagðist aldrei hafa séð annað eins og skrifaði uppá krem sem á að bera á þetta 2x á dag svo á hún að koma aftur í næstu viku. Ég var alltaf að bíða eftir að þetta myndi hverfa og greyið lilta búin að vera að klæja og svíða í þetta í allan þennan tíma Blush en nú vonum við bara að kremið hjálpi og þetta fari fljótt. Í dag fórum við Bjarni í göngutúr í sólinni og svo á að grilla í kveld já það er komið GRILLVEÐUR Cool svo er planið að kikja í bæinn á morgun og svo á aðeins að vinna í garðinum um helgina Wink 

Já við erum dugleg að hafa eitthvað fyrir stafni hér á bæ enda óþarfi að láta sér leiðast Grin

En þið megið alveg vera duglegri að kvitta í gestó bæði hér og hjá krökkunum það er svo gaman að fá smá línu frá ykkur.

Góða helgi knús Ragna og allir hinir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ!

Leiðinlegt með hana Margréti, vonandi nær hún sér fljótt í löppinni. Góða skemmtun í garðvinnunni, ég er búin með mína í bili (í öllu þessu 5metra trjábeði)hehe.

knúsí, knús

Vejlebúarnir

Bergþóra (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 16:24

2 identicon

Ussss.......garðvinna hvað er það hahaha........hér snjóar ennþá á Selfossi.  Ég vona að Margrét jafni sig sem fyrst!

Já satt er það að grilltíminn er kominn og best að fara að ryðja snjó svo grillið komist út :)

Vilborg frænka og snjókarlarnir á Selfossi

Vilborg Eiríksdóttir (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband