Föstudagur, 11. apríl 2008
FREDAG DEN 11. APRIL
Já það er komin föstudagur enn og aftur (ekki slæmt það ) þessi vika er búin að líða hratt enda nóg að gera svosem. Á mánudaginn fórum við Bjarni í bæinn með Anette og Lukas og var það mjög gaman, þriðjudaginn komu Jonna og Milla (úr mömmuhópnum) í kaffi og við fórum saman í göngutúr, Kristinn fór á námskeið á miðvikudaginn útí Middelfart og gisti þar því hann sat annað námskeið þar í gær, ég þurfti með Margréti til læknis í gær en hún fékk sár á fótinn á Handboltaæfingu fyrir 2 vikum síðan hún fékk plástur á sárið og greinilega þá þoldi hún ekki þennan plástur því hann var tekin daginn eftir að hann var settur á og viti menn hún var komin með þvílík útbrot hring um löppina hún er semsagt enn með þessi útbrot og þau vesna bara frekar en hitt, hana klæjaði svo mikið í þetta í gær að hún hringdi í mig úr skólanum og sagðist ekki líða nógu vel í löppinni, læknirinn sagðist aldrei hafa séð annað eins og skrifaði uppá krem sem á að bera á þetta 2x á dag svo á hún að koma aftur í næstu viku. Ég var alltaf að bíða eftir að þetta myndi hverfa og greyið lilta búin að vera að klæja og svíða í þetta í allan þennan tíma
en nú vonum við bara að kremið hjálpi og þetta fari fljótt. Í dag fórum við Bjarni í göngutúr í sólinni og svo á að grilla í kveld já það er komið GRILLVEÐUR
svo er planið að kikja í bæinn á morgun og svo á aðeins að vinna í garðinum um helgina
Já við erum dugleg að hafa eitthvað fyrir stafni hér á bæ enda óþarfi að láta sér leiðast
En þið megið alveg vera duglegri að kvitta í gestó bæði hér og hjá krökkunum það er svo gaman að fá smá línu frá ykkur.
Góða helgi knús Ragna og allir hinir
Athugasemdir
Hæ!
Leiðinlegt með hana Margréti, vonandi nær hún sér fljótt í löppinni. Góða skemmtun í garðvinnunni, ég er búin með mína í bili (í öllu þessu 5metra trjábeði)hehe
.
knúsí, knús
Vejlebúarnir
Bergþóra (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 16:24
Ussss.......garðvinna hvað er það hahaha........hér snjóar ennþá á Selfossi. Ég vona að Margrét jafni sig sem fyrst!
Já satt er það að grilltíminn er kominn og best að fara að ryðja snjó svo grillið komist út :)
Vilborg frænka og snjókarlarnir á Selfossi
Vilborg Eiríksdóttir (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.