FARIÐ í MOLL (Peningar hverfa ef ekki að er gáð)

Já í dag fórum við til Herning og skoðuðum nýja Mollið í bænum. Þetta er svona meðal stórt með nokkuð gott og fjölbreytilegt úrval af verzlunum. Við örkuðum búð í búð og skoðuðum ýmislegt. Keyptum efni í jólakort og svo var fengið sér að éta. Meira að segja Bangsi fékk að fara með, ekki hægt að skilja loðna fjölskyldumeðlimin alltaf eftir heima. Svo var farið heim og fengið sér kaffi og kaffibrauð og slakað á eftir allt röltið og ég (Kristinn) var líka þreyttur eftir að hafa haldið svona fast í veskin okkarÖskrandi.

Á morgun verður slakað á og Margrét fer svo LOKS aftur í skólan á Mánudag. Henni er farið að hlakka til að hitta stelpurnar aftur og leika sér með þeim.

Jæja hafið það sem best, Kveðjur frá Haustinu í DK. Familien Dalsvinget. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband