KOMNAR MYNDIR Á BARNALANDIÐ :0)

Já við settum inn FULLT af myndum í gær á Barnalandið Smile

Þessi helgi er búin að vera mjög róleg og góð reyndar er búið að vera nóg að gera hjá Margréti eins og alltaf en hún gisti hjá Cecilie hérna í götunni á föstudagskvöldið og svo léku þær sér í allan gær dag, Kristinn fór svo með þær á skauta og skemmtu þau sér mjög vel. Kristinn er að vinna í dag og Margrét er með Luise vinkonu sína í heimsókn og þær eru úti að leika í góða veðrinu, Bjarni Harald sefur úti og svo eru smiðirnir að setja gafla á húsið svo að það er nóg um að vera í kotinu núna Wink

Ég sjálf er nú bara að slaka á og þvo þvott og þannig (alltaf nóg af þvottinum ) ég ætla svo líklegast með Anette í bæinn á morgun en við erum að spá í að fara með strætó í bæinn og kikja aðeins í búðirnar    Það er bara vorblíða og fuglasöngur hjá okkur svo að það er kominn vor/sumar fílingur í mann , við heyrðum meira að segja í slátturvel í gær svo að við erum greinilega ekki þau einu sem  erum komin í vorfílinginn Cool    

ENDILEGA MUNIÐ AÐ KVITTA

KNÚS RAGNA 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló sæta fjölskylda  

Mikið var gaman að fá að sjá ykkur öll á klakanum  

Kv. Jóhanna Elín

Jóhanna Elín (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband