Sunnudagur, 6. apríl 2008
KOMNAR MYNDIR Á BARNALANDIÐ :0)
Já við settum inn FULLT af myndum í gær á Barnalandið
Þessi helgi er búin að vera mjög róleg og góð reyndar er búið að vera nóg að gera hjá Margréti eins og alltaf en hún gisti hjá Cecilie hérna í götunni á föstudagskvöldið og svo léku þær sér í allan gær dag, Kristinn fór svo með þær á skauta og skemmtu þau sér mjög vel. Kristinn er að vinna í dag og Margrét er með Luise vinkonu sína í heimsókn og þær eru úti að leika í góða veðrinu, Bjarni Harald sefur úti og svo eru smiðirnir að setja gafla á húsið svo að það er nóg um að vera í kotinu núna
Ég sjálf er nú bara að slaka á og þvo þvott og þannig (alltaf nóg af þvottinum ) ég ætla svo líklegast með Anette í bæinn á morgun en við erum að spá í að fara með strætó í bæinn og kikja aðeins í búðirnar Það er bara vorblíða og fuglasöngur hjá okkur svo að það er kominn vor/sumar fílingur í mann , við heyrðum meira að segja í slátturvel í gær svo að við erum greinilega ekki þau einu sem erum komin í vorfílinginn
ENDILEGA MUNIÐ AÐ KVITTA
KNÚS RAGNA
Athugasemdir
Halló sæta fjölskylda
Mikið var gaman að fá að sjá ykkur öll á klakanum
Kv. Jóhanna Elín
Jóhanna Elín (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 13:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.