ÓVÆNTUR PAKKI !!

Hún Margrét fékk óvæntan pakka frá bekknum sínum í dag Hlæjandi allar stelpurnar höfðu teiknað mynd handa henni og límt lifandi blóm á rosa flott Glottandi svo var pakki frá kennaranum sem voru 2 bækur , 1 gátu og verkefna bók og svo svona skrifbók og svo var líka litakassi Hlæjandi Hún var ekkert smá glöð og hissa Hissa á að allar stelpurnar væru að hugsa til sín HE HE. Okkur fannst þetta þvílíkt sætt af þeim og kennarinn hafði líka skrifað kort og batakveðjur á stórt kort. Við sendum kennaranum EMAIL og þökkuðum fyrir stelpuna. En ég  (Ragna ) var einmitt að skoða mailið okkar þegar ég rakst á mail frá kennaranum um hvort að pakkinn hafi skilað sér , ég fór semsagt út og athugaði og viti menn það hékk poki með öllu fíniríinu utan á hurðinni Hissa skemmtilegt fyrir Margréti að fá svona óvænt frá stelpunum ,hún er líka farin að sakna þeirra mikið enda ekki hitt þær í rúmar 2 vikur, svo hún er spennt að mæta á mánudaginnHlæjandi

Hún er nú öll að hressast og borðaði VEL í hádeginu, og er nú að leika sér í herberginu sínu , með strumpana sína sem eru MJÖG vinsælir þessa dagana Hlæjandi

Jæja bið að heilsa ykkur í bili Ragna

Já og það er spáð STORMI í kvöld 25 metra á sekúntu Óákveðinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ! það er gott að sjá að henni Margréti líður betur. Það er alltaf gaman að skoða síðuna ykkar. Kv Bergþóra

Bergþóra (IP-tala skráð) 26.10.2006 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband