Miðvikudagur, 25. október 2006
Margrét komin heim :)
Já við vorum útskrifaðar í dag, blóðprufur sýndu að þetta var sýking og smávægilegar magabólgur sem var að hrjá prisnsessuna okkar. Hún er nú að vinna á þessu en það tekur sinn tíma
hún er komin með smá lit í kynnarnar aftur en fær verkjaköst í magann þegar hún er búin að borða
en þetta er nú allt að lagast. Hún var vel rannsökuð og á föstudag fáum við fleiri svör og vonandi hvað hefur valdið sýkingunni. Svo á að endurtaka blóðprufurnar eftir mánuð og svo eigum við að mæta aftur á barnadeildina 4 des í viðtal og skoðun. Hún stóð sig eins og HETJA í þessu öllu saman
en var MJÖG hrædd við sprauturnar sem er kannski ekkert skrítið þetta var ágætismagn af blóðprufum sem var tekið
Nú er hún kát að vera komin heim og er búin að koma sér fyrir í sófanum með pabba sínum
Næstu daga verður allt í ró og næði á heimilinu og vonandi verður hún sem sprækust sem fyrst.
Takk fyirir kveðjurnar og takk fyrir að hringja Fanney , það er alltaf svo gaman að heyra í þér
kveðja Ragna
Athugasemdir
Hæ allir!! hún er meiri hetjan hún Magga, gott að heyra að henni líður betur, þúsund kossar og kveðjur héðan
Hanna Stína, Símon og Þórunn Klara
Hanna Stína (IP-tala skráð) 26.10.2006 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.