Sunnudagur, 22. október 2006
Halló halló !
Jæja þá er þessi vinnuhelgi á enda, en ég er búin að fá frí í kvöld svo að ég geti nú sinnt Margréti á morgun, ég get bara ekki keyrt mig áfram allan sólarhringinn reyndar voru það nú eiginlega samstarfs konur mínar sem ákváðu að ég myndi vera heima í kvöld
En ég var nú ekki svo kát þegar ég kom heim í morgun og skreið uppí á milli feðgininna, en þegar ég kom við prinsessuna fann ég að hún var SJÓÐANDI HEIT
EKKI GOTT. Ég hringi svo í lækninn á morgun og fæ þá að vita hvað á að gera fyrir hana
en þetta er svo skrítið hún er alveg þokkalega hress á daginn en svo þegar líða fer á kvöldið er hún komin í keng og kvartar mikið undan verkjum, nú er henni einnig farið að svíða við þvaglát
ég vona svo ynnilega að hún fari að hressast og að ég fái einhver svör úr prufum ogn þess háttar sem fyrst.
Við hjónin vorum svo dugleg í dag og þrifum litla kotið okkar maður verður nú að gera það öðruhvoru hi hi. Það er búið að rigna ansi duglega hér um helgina en hitinn er enn fínn eða 15c , haustlitirnir eru farnir að láta sjá sig og er mjög fallegt að sjá þá hér í skóginum okkar
.
Vonandi hafið þið það sem allra best kveðja frá Dalsvinget 54
Athugasemdir
Hæhó!!! Takk æðislega fyrir stelpuna, hún var mjög ánægð með pæju nærfötin ;O)
Leiðinlegt að lesa um að litla skvísan sé alltaf svona lasin, vonandi fer það nú að verða búið eða að skýrast allavega.
Það er nú alveg svakalega kalt hér orðið hjá okkur og eru þeir eru að spá SNJÓKOMMU um helgina, hafið þið heyrt annað eins BULL.......ekki sátt :/
Læt þett duga í bili og við heyrumst og spjöllum á msn..Kveðja úr Grafarholtinu :)
Olla bolla (IP-tala skráð) 24.10.2006 kl. 19:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.