Miðvikudagur, 18. október 2006
Vinnuvika framundan !!
Já þá er þessi frívika á enda og vinnan kallar á ný í kvöld, það er nú bara fínt Margrét er enn eitthvað slöpp í maganum en hún gubbaði aftur í fyrrinótt og í gærmorgun
veit ekki alveg hvað er í gangi hjá henni greyinu. Við fáum nú vonandi einhver svör úr prufunum á morgun. Hún er nú samt eitthvað búin að borða núna og er að hressast vona ég. Vonandi getur hún farið í Frístundina á morgun og hitt vinkonurnar
Annars átti hún Birta Huld vinkona Margrétar afmæli í gær ( dóttir Olly vinkonu minnar) Til hamingju með daginn elsku Birta Huld og vonandi geturðu notað þetta smotterí sem við sendum þér vonandi áttirðu góðan dag í gær
Já svo fáum við heimsóknir í desember þetta virðist koma svona í törnum hjá okkur, en Grímur og Dögg eru að stefna á að koma um mánaðarmótin nóv-des , svo ætlar Oddur Bjarni að koma 16-22 des og svo koma mamma og pabbi 23-30des = GAMAN GAMAN
það er alltaf svo gaman að fá heimsóknir frá Íslandi. Okkur er nú bara farið að hlakka til að sjá allt skreytt hér í Silkeborg og sjá hvernig danirnir höndla desember stressið
ég sá nú á bloginu hjá Fanney vinkonu að það er búið að skreyta í IKEA og RÚMFATALAGERNUM ÚFF ÚFF soldið tímanlega í þessu þar á bæ hi hi. Þeir eru ekki alveg svona tímanlega í þessu í Rúmfatalagernum hér úti he he. En það kemur fyrr en síðar
Jæja þá er komið nóg af bulli í bili, bið að heilsa ykkur ,Ragna
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.