LASARUSAR :(

Það er hægt að segja að gullmolarnir okkar 2 eru búin að vera Lasarusar, Bjarni Harald fékk sínar fyrstu sprautur á fimmtudaginn og viti menn hann rauk uppí rúma 39 um kvöldið, hann var síðan með 38 allan föstudaginn og svo í gærmorgun vaknaði hann fullur af kvefi og með hósta Blush

Margrét Svanhildur fylltist af kvefi á fimmtudaginn og á föstudagskvöldið hóstaði hún svo mikið að hún gubbaði, svo í morgun vaknaði hún með 38.5 og er ROSALEGA kvefuð Blush Bjarni Harald er enn mjög kvefaður svo þau hósta og hnerra hér í kór.

Kristinn er jú ekki búinn að vera mikið heima um helgina og er hann með samviskubit yfir því en hann getur jú lítið gert við því. Það er bara TÝPÍSKT að krakkarnir verða báðir veikir þegar hann er ekki heima. Ég krossa núna bara fingur að við hjónin leggjumst ekki líka í þetta kvef og allir verði þokkalega hressir á fimmtudag Wink 

Ég er síðan á fullu að þvo þvott fyrir íslandsförina  en ég ætla nú að reyna að pakka létt þar sem allir eiga jú þvottavel á íslandinu Smile En við Bjarni Harald verðum jú viku lengur en Kristinn og Margrét Svanhildur svo við verðum í tæpar 3 vikur og er það aðalega föt á prinsinn sem maður þarf vel af (hann er líka soldill gubbulíus)

Allt er að verða klappað og klárt fyrir skírnina en mér finnst nú soldið skrítið að vera að skipuleggja hana héðan en þetta er allt að smella Wink

Jæja þá er þvottavelin búin (nr 4 í dag) bið að heilsa ykkur og sjáumst hress og kát eftir nokkra daga Grin Knús RAGNA


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir

Hæ!

það er nú leiðinlegt að þau skyldu bæði vera veik núna. Endilega hafið það gott og látið ykkur batna, þar er svo leiðinlegt að ferðast veikur.

Sjáumst kannski á Fróni

Kveðja frá Vejle

Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir, 9.3.2008 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband