Föstudagur, 7. mars 2008
Læra og Læra
Góðan daginn allir
Jæja nú er kallinn sestur á skólabekk og á að læra eitthað. Við vorum allir sendir á skólabekk frá Varahlutum og Verkstæðismóttöku og eigum að læra betri þjónustu (hún var nú ekki slæm fyrir) og meiri sölu til kúnna t.d á aukahlutum eða aukaþjónustum eins og alþrif m/bóni eða ryðvörn. Við vorum á námskeiði í dag (föstudag) og eigum að læra meira á morgun Laugardag. Svo er ég að vinna á sunnudaginn þannig að Ragna er ekki fulkomlega hress með kallinn sinn. Ekkert heima og svoleiðis. Svo verður farið til Köben næsta miðvikudag eftir stutt stopp hjá Lisbet en hún ætlar að passa fjórfætta fjölskyldumeðliminn.
Svo í kvöld er Pókerklúbbur. En það eru nokkrir hérna í götunni sem hittast og spila Póker. Mér hefur gengið vel síðustu skipti og komið heim í plús. Ekki amalegt það
Jæja Bestu kveðjur frá Silkeborg og hlökkum til að hitta ykkur á íslandi. Kristinn
Athugasemdir
hlökkum til að sjá ykkur á íslandi
Dögg og Grímur
Dögg (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.