GÓÐ HELGI

Jæja þá er búið að sækja um passa fyrir Bjarna Harald og gekk það allt saman vel,hann svaf alla leiðina til Köben og vaknaði svo fyrir myndatökuna drakk gubbaði útum allt í sendiráðinu Blush og sofnaði svo aftur Blikka Við áttum síðan rosa fína helgi í svíþjóð hjá Kidda og Níní og var Margrét alveg að fíla að stússast í þríburunum og hjálpaði hún mikið til með þau Wink TAKK AFTUR FYRIR OKKUR

Í nótt var Bjarni Harald eitthvað pirraður og ég tók hann því uppí fann ég þá að hann var VEL heitur mældi hann svo í morgun og var hann með 38.5 Frown hann er síðan búinn að sofa í allan dag en drekkur þó ágætlega hann er jú frekar pirraður yfir þessu greyið en mamman er bara þolinmóð og situr með hann Wink vona bara að þetta gangi fljótt yfir.

jæja nú vill hann láta taka sig bæ í bili Ragna 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ!

Það var nú gott að allt gekk vel í Köben og að þið skemmtuð ykkur vel í Svíþjóð

Elsku Bjarni láttu þér nú bata fljótt, það er erfitt að vera lítill og veikur.

Kær kveðja héðan frá Vejle

Bergþóra (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband