Mánudagur, 16. október 2006
Komið " efterarsferie" :)
Já nú er komið viku frí í skólanum hjá Margréti, við fórum í bæinn í morgun, byrjuðum í nuddi, en vitiði bara hvað ? nuddarinn minn er hættur !!! svo ég fékk nýja í dag, sem mér líkar eiginlega bara betur við svo það er bara í lagi( hún kann meira að seigja að seigja nafnið mitt rétt)
en það eru sko ekki margir sem kunna að bera fram nafnið mitt
Jæja við mæðgur kíktum svo aðeins í búðir, erum að leita af góðum kuldaskóm fyrir hana og ÚFF ÚFF hún er komin á erfiðan aldur, það má ekki vera svona og ekki hinsegin, fyrir 2 árum keypti ég það sem mér fannst flott en nú er það sko ekki hægt lengur, ef ég myndi kaupa eitthvað sem henni fynnst ekki flott þá myndi hún bara einfaldlega EKKI nota það
en svona er þetta. Svo er hún nú farin að fá nóg af BLEIKA litnum nú segir hún ooojjjjjj mamma þetta er ALLTOF bleikt hi hi já þetta er fljótt að breitast.
Margrét fékk vinkonu sína í heimsókn í gær og voru þær rosa góðar að leika, þangað til svona 5 mín áður en pabbi vinkonu hennar kom að sækja hana þá bara HURFU þær við vorum hér úti að leita að þeim með pabba hennar í svona 15mín EKKI þægilegt pabbi hennar var komin langt inní skóg að leita, svo komu þær röltandi í rólegheitum og bara skildu ekkert afhverju við vorum að kalla á þær
þær höfú semsagt heyrt í okkur allan tímann en bara voru ekkert að koma
Margrét fékk aðeins að kenna á gjörðum sínum en hún veit að hún má ekki fara frá húsinu án þess að láta okkur vita , þær voru búnar að fá leyfi til að vera í rólu hér í skóginum við hliðina en svo þegar það átti að sækja hina voru þær horfnar EKKI VINSÆLT og við vonum að vinkona hennar fái nú að koma aftur að leika
Jæja nú ætla ég að vera SÚPER dugleg og baka með dóttirinni en hún er búin að suða um það í nokkra daga og nú erum við í fríi svo að það er nógur tími til baksturs og annars stússirí
Bið að heilsa ykkur í bili knús Ragna og hinir í Dalsvingetinu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.