Bangsi á Afmæli

Já litli loðni hundurinn okkar átti víst 3ja ára afmæli núna 10okt. En það var svo mikið að gera hjá okkur og Margrét hefur verið lasin að við gleymdum að halda uppá það þá. Hann fékk í staðinn spagetti með skinku í gær og var sungið fyrir hann og svo fékk hann afmælispakka. Hann var voða kátur en ég held að ölið sem að Ragna helti í dallinn hafi verið hápunkturinn á afmælisveislunni hans. Honum finnst sopinn góður alveg eins og húsbóndanum á heimilinu.

Annars er bara róleg helgi framundan til að Margrét nái sér á fullu en hún hefur líklega fengið einhverja síkingu og virðist orðin vel hress í dag. Ragna er á fríhelgi og er kát með það. Annars er nóg að gera og erum við byrjuð á að föndra og undirbúa jólin. Enda ekki nema 71dagur til jóla.

Jæja biðjum fyrir kveðjum og vonum að þið látið í ykkur heyra.  Familian Dalsvinget.

P.S Nýjar myndir eru komnar inn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já halló, þetta er Oddur ( dúddi litli) ég ætlaði bara að láta vita að ég er að skoða að koma 16 eða 17 des ( eða bara 15 des) vona að ég megi koma til ykkar og kíkja, kveðja bróðir Kristins, Oddur
PS: Jeg snakker ikke dansk. jo jeg mener det, Jeg snakker ikke dansk er de ene jeg kan sej pa dansk,

Oddur Bjarni Bjarnason (IP-tala skráð) 15.10.2006 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband