Rólegur Laugardagur :0)

jæja þá eru Linda og Hulda Rún búnar að vera hjá okkur en þær fóru snemma í morgun Kristinn fór líka í morgun til Köben að hitta vinnufélagana frá TOYOTA Kópavogi svo að þau keyrðu saman. Kristinn gat fengið bílaleigubíl báðar leiðir og þarf því ekki að borga bensín né brúnna Blikka heppilegt að það þurfti einmitt að flytja bíla á milli.

Við áttum rosa góðan tíma með Lindu og Huldu Rún og kíktum meðalannars í bæinn í gær þrátt fyrir rok,rigningu og haglél  Errm en við létum það ekki stoppa bæjartúrinn og tókum öll strætó í bæinn og meira að segja Kristinn líka(fyrsta skiptið hans í strætó í silkeborg) Linda gat aðeins verslað á útsölum svo að bæjarferðin gerði sitt gagn Smile  Svo höfðum við það bara kósý með þeim mæðgum og nutum þess að hafa þær hjá okkur,stelpurnar voru rosalega góðar saman (eiginlega eins og systur) og léku sér mjög vel saman.Margrét var hálf leið í morgun þegar þær fóru og fannst þær hafa stoppað frekar stutt Vandræðalegur en ég huggaði hana með að segja henni að það eru ekki nema 19 dagar þangað til við förum til íslands Já ég er ekki alveg að ná því hvað það er stutt í að við hittum ykkur öll GaspSmile

Margrét fór síðan kl:8:15 í morgun en hún átti að keppa í handbolta kl:9 hún fékk far með vinkonu sinni svo að ég þurfti ekki að fara með Bjarna Harald líka svo kom mamma vinkonu hennar hér eftir leikinn og sagði að Margrét færi með þeim heim að leika og hún myndi bara keyra hana heim þegar þær nenntu ekki að leika meira núna er kl:16:45 svo að þær leika greinilega vel og mikið Grin

Við Bjarni Harald eru því bara búin að hafa það kósý í dag (fyrir utan smið á þakinu) en erum nú búin að sofa og kúra okkur enda veðrið til þess (rigning og rok) 

Kristinn ætlar út að borða með köllunum í kvöld og keyra svo heim svo við Margrét munum hafa kósýkveld í kvöld  með íslensku nammi sem Linda kom með frá tengdó Grin

jæja læt þetta duga í bili knús og kram Ragna  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir okkur, þetta var æðislegt,svona fullstutt en á leiðinn heim gekk allt vel nema við þurftum að bíða einn og hálfan tíma í vélinni úti á flugvelli, var verið að bíða eftir varahlut í blilaða vél á Íslandi. Hulda var rosa glöð með ferðina og nú fá allir að heyra hvar hún var og með hverjum. Koss og knús Linda og Hulda Rún.

Linda og Hulda Rún (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband