Miðvikudagur, 11. október 2006
Jæja þá er ég komin í frí :)
Já það er gott að vera komin í smá frí, nóttin í nótt var frekar skrítin vegna þess að kallkerfið hjá okkur var bilað sem þýðir það að gamlafólkið gat ekki hringt á okkur ef eitthvað var að
við þurftum þess vegna að taka EXTRA rúnta og kíkja á ALLA, því margir eru jú með astma og hjartveikir og þess háttar þess vegna er nauðsynlegt að kikja inn x3 á nóttu þegar kerfið er bilað. Við máttum semsagt vera á hlaupum í nótt, en allir sváfu vært og rótt,og sem betur fer kom ekki neitt alvarlegt uppá
Svo er nú prinsessan á bænum búin að vera heima í gær og í dag því hún er búin að vera tæp í maganum, og þá er nú ekki hægt að senda hana í skólann = ekki mikill svefn hjá mér, en þið sem þekkið Margréti vel vitið að hún er nú dugleg að dunda sér svo að ég gat nú dormað
svo er hún nú með bæði CARTOON NETWORK og DISNEY CHANNEL sem kemur sér VEL þegar svona er. Svo að í morgun var góði svefnsófinn okkar notaður sem rúm og ég HRAUT þar meðan hún kikti á tv og video
en hún er nú að hressast og getur farið í skólann á morgun.
Ég var að fá jólaföndur bók í pósti svo að nú getum við farið að byrja að föndrast fyrir jólin, fékk fullt af góðum hugmyndum við fyrstu skoðun það er svo gaman að föndra, sérstaklega fyrir jólin. Svo þarf að fara að hanna jólakortin og byrja á þeim , það tekur nú sinn tíma að skrifa 50 jólakort
en við erum ekki alveg búin að ákveða í hvaða formi þau verða í ár, svo þið verðið bara að bíða og sjá.
Jæja verið DUGLEG að KVITTA í GESTÓ það er svo gaman að vita hver er að kikka á síðuna það er ekki það að við séum eitthvað forvitin HE HE HE HE
Við sendum ykkur öllum KNÚS OG KRAM héðan úr DK.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.