LOKSINS BLOGG :)

Jæja þá hef ég loks tíma að skrifa smá færslu hér Wink Ég og krakkarnir erum búin að eiga mjög góða viku í fríi við fórum í bæinn á miðvikudaginn en hún Margrét var búin að safna sér svo miklum pening og ákvað að kaupa sér eitthvað sniðugt hélt ég þá að sjálfsögðu að því yrði öllu eytt í dótabúðunum en NEINEI hún vildi ekki einu sinni fara inn í dótabúðina heldur keypti hún sér buxur bol og peysu voða flott skvísuföt Smile og var mamman bara ánægð með sína. Við fórum á kaffihús og fengum okkur að snæða og við áttum bara rosalega góðan og skemmtilegan dag.

Á fimmtudeginum fórum við svo í sumarbústað en við fengum lánað sumarhúsið hjá foreldrum Lisbet, við buðum Bergþóru,Jóni,Kormáki og Kristófer með okkur og var þetta rosa fín helgi fyrir utan KULDA fyrstu nóttina en rafmagnið var eitthvað að stríða okkur svo að annaðhvort var að hægt að hafa ljós eða hita EKKI BÆÐI Errm Kristinn fann svo útaf þessu á föstudeginum en það var sem betur fer kamína í stofunni svo að við hugguðum okkur bara þar á meðan restin af húsinu var við frostmark. Við fórum niður á strönd á föstudeginum og tíndum steina og skeljar og krakkarnir og hundurinn skemmtu sér konunglega, svo var keiptur ís og brjóstsykur í bænum. Á laugardeginum fóru Kristinn og Jón svo með krakkana í sund og voru þar í 3 eða 4 tíma Bjarni svaf úti og við Bergþóra sátum inni með teppi og höfðum það kósý og spjölluðum um heima og geima Grin annars gekk helgin útá það að  borða góðan mat ,spila ,með krökkunum og hafa það kósý, við skemmtum okkur öll vel. Á bakaleiðinni fórum við svo í afmæli hjá Lisbet og svo var brunað heim.

Í gær vorum við Bjarni nú frekar þreytt bæði 2 svo að við sváfum og reyndum að hafa það kósý en það er verið að skipta um þak (það fór að leka ) svo að það var frekar MIKILL hávaði hér hjá okkur GetLost

Planið fyrir daginn í dag er að slaka á og þvo þvott. Á morgun er svo mömmuhittingur hér heima og svo koma Linda og Hulda Rún líka á morgun svo það verður gaman hér hjá okkur á morgun Smile

Kristinn hringdi í ÍSLENSKA sendiráðið í morgun því við þurfum að fá passa fyrir prinsinn og héldum við að við myndum bara þurfa að senda mynd og upplýsingar og svo sækja bara passann þegar við förum til köben een NEI NEI við þurfum að mæta bæði og að sjálfsögðu með Bjarna með okkur það þarf að taka mynd hjá þeim og við þurfum að vera á milli 10 og 12 svo tekur þetta 5 daga svo að við erum neydd til að bruna til Köben Frown við ætlum nú að reyna að fara á föstudegi og reyna þá kannski að eyða helginni þar eða jafnvel í svíþjóð okkur finnst ekki hægt að bruna með prinsinn fram og til baka á sama degi. En þetta eru víst einhverjar nýjar reglur hjá þeim en svo gildir passinn í 5 ár.

Jæja læt þetta duga í bili bið að heilsa ykkur RAGNA

Þið megið alveg KVITTA eftir lesturinn Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ

Gaman að þið áttuð góða helgi í bústað;)

En við þurftum ekki að fara til Köben og fá passa, fengum bara bráðabirgðapassa hjá antmanninum hér í Aarhus. Gerðum svo bara passa þegar við fórum til Íslands, að vísu ekki fyrr en í sumar. Vildi bara láta ykkur vita af þessu.

kveðja frá Aarhusbúum

Bylgja Dögg og co. (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 12:54

2 identicon

Hæ hæ, alltaf gaman að fá að fylgjast með hvað þið eruð að bralla:) Við hlökkum mikið til að fá ykkur á klakann í mars, getum ekki beðið.

Haldið áfram að vera dugleg að blogga, Kossar og knús frá okkur:)

Harpa, Rúnar og Salka Rannveig (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 18:28

3 identicon

Hæ elskurnar!

Vildum bara segja takk fyrir frábæra helgi. Hafið það gott með gestunum ykkar um helgina. Gangi ykkur vel með passan (vonandi þurfið þið bara að fara í Aarhus núna).

Kveðja frá Vejle

Bergþóra og co (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband