MÁNUDAGURINN 11 FEBRÚAR

Við áttum nú bara rólega helgi þar sem húsbóndinn lagðist í rúmið með hita og kvef dauðans Blush en hann fór nú að vinna í morgun ágætlega hress. Það var vorblíða hjá okkur um helgina eða 11c og sól svo að guttinn okkar svaf úti báða dagana og Margrét var úti að leika með Cecilie og Rasmus úr bekknum en þau búa bæði hér í götunni.

Ég og krakkarnir hittum Annette og Lukas í morgun og röltum með þeim í Fötex og BabySam svo vorum við bara heima að hafa það kósý. Á morgun er svo mömmuhittingur og hlakkar Margréti mikið til að fá að koma með og sjá hina krakkana Wink 

Svo hringdi hún Linda (frænka Kristins)áðan og spurði hvort hún og Hulda Rún mættu koma í heimsókn í nokkra daga í næstu viku JEDÚDDA MINN hvað við vorum hissa og JIMINN hvað okkur hlakkar MIKIÐ til að sjá þær Grin 

Svo er hann Bjarni Harald í VAXTARKIPP ÚFF ÚFF ég geri ekki annað gefa honum brjóst og pela seinnipartinn svo er hann að drekka 200ml fyrir nóttina og sefur svo í 7 tíma sem er sko EKKI slæmt Wink

Jæja ætli það sé ekki best að fara að elda ofaní liðið pabbinn er að gefa syninum pela svo að það er

ég sem að elda í kveld Smile

kOSSAR OG KNÚS Ragna 

Já ég var að setja inn fleirri myndir á barnalandið LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir

Hæ þið!

Frekar leiðinlegt fyrir þig Kristinn að leggjast í rúmið, en ég er nú sátt ef þú verður hress næstu helgi. Jæja elskurnar njótið frísins og sjáumst á morgun.

Kveðja frá familien í Vejle

Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir, 13.2.2008 kl. 08:36

2 identicon

Hæ elskurnar hlakka mikið til að sjá ykkur, Hulda fær að vita þetta í kvöld. Sú verður spennt.

Linda og Hulda Rún.

Linda frænka (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband