Föstudagur, 6. október 2006
Komin Helgi.
Jæja nú er loks komið helgar frí hjá mér (Kristinn)e
Ekki eru samt allir í Familiunni svona lukkusamir, því Húsmóðirinn á Vakt um helgina. Við Margrét ætlum að eiga góða helgi saman og leika okkur svolítið. Hún var nefnilega að kvarta yfir að ég léki mér ekki nóg. Við ætlum að sjá hvort ekki sé hægt að leika með Lego, Dýr og Barbie allt í einu????
Annars á hún að mæta á Dansæfingar helgi/prógram í fimleika hópnum sínum. Allar stelpurnar í fimleikafélaginu mæta og hafa gaman saman. Svo verður bara slakað á, Sunnudags maturinn verður Lambalæri "ala" Mamma (frá NEW ZEALAND) með brúnuðum kartöflum og tilheyrandi. (NAMMMMMM)
Annars erum við að fá Loksins Haust veður núna og hitinn er kominn í aðeins 12-15c og það rignir nokkuð (minnir einna helst á EKTA ÍSLENSKT sumar). Erum búinn að vera einstaklega heppin það sem af er sumri. Þvílíkir hitar og sól. Það verður erfitt að snúa heim héðan af vegna þess að maður gæti aldrei notað allar þessar stuttbuxur á ævinni heima á skerinu. (búinn að kaupa aðeins af þeim)
Jæja bið að heilsa og vonandi hafið þið það sem best.
Familian Dalsvinget
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.