ENN EIN HELGIN AÐ RENNA Í GARÐ :)

Já okkur hérna í DK finnst ALLTAF vera föstudagur tíminn líður svo hratt að maður tekur ekki eftir hinum dögunum Wink en þetta er sko EKKI neikvætt Grin

Jæja þá er öskudagurinn á enda hér eins og annarstaðar en hann var síðastliðinn sunnudag (3 feb) og hér í DK er þann siðurinn að ganga í hús og syngja og fá pening eða nammi, Margrét og Jóhanna klæddu sig upp og röltu af stað og gekk þeim bara mjög vel og græddu vel á fólkinu í hverfinu WinkFrown  svo um kvöldið var skólafest og fórum við mæðgur bara 2 þetta var mjög skemmtilegt kvöld en það var sýnt leikrit sem 6.bekkingar léku í og svo var dansiball og kökur og kaffi og gos og ís , Margrét skemmti sér konunglega og dansaði frá sér allt vit Tounge  og var Margrét að sjálfsögðu alsæl með uppskeru dagsins. Svo á mánudaginn var festelavns fest í skólanum og fór mín uppáklædd sem NORN með svart hár ROSA FLOTT (set inn myndir síðar)  svo var kötturinn sleginn úr tunnunni og fannst minni nú ynnihaldið frekar skítt en það voru litlir rúsínupakkar (einn á mann) hún er jú vön frá íslandi að það sé nammi inní svo að hún var frekar skúffuð og hneyksluð á dananum

Svo er hún Margrét í fríi alla næstuviku en það er vetrarfrí í skólanum við erum búnar að plana "lífsgleðitúr" á miðvikudaginn og ætlum að fá okkur eitthvað gott að borða niðri bæ og kikja í búðir . Kristinn er að fara á námskeið í Köben á miðvikudaginn svo að hann fer SNEMMA af heiman og kemur SEINT heim þann daginn.

Annars erum við öll með eitthvern kvefskít í okkur núna ég og Bjarni hnerrum útí eitt en Margrét og Kristinn eru aðeins verri með hálsbólgu og hósta Errm en við erum svo hraust að við hristum þetta fljótt af okkur og verðum orðin spræk fyrir sumarhúsaferðina næsta fimmtudag Wink

Jæja ætla að fara að gera eitthvað prinsinn sefur úti í vagni en það er sko 8c hiti og fínt veður WinkSmile   veðurkallarnir segja að það sé að koma vor

KVEÐJA Ragna

PS. ég gleymi alltaf að benda ykkur á janúaralbúm á barnalandinu (það er ekki efst í röðinni þar sem forritið er eitthvað að stríða okkur) endilega kikið á það FULLT AF FÍNUM MYNDUM Wink 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skil Margréti sko alveg. Kormákur sagði við mig að honum fannst nú frekar skrítið í tunninni hjá þeim var nú bara dagblað:) Svo var nú reyndar dreift flodeboller á línuna. Jæja elskurnar við bíðum spennt eftir fimmtudeginum líka, Jón fékk frí á föstudaginn.

Heyri í þér í vikunni

Bergþóra og co

Bergþóra (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband