4 Febrúar

Jæja góðan daginn allir.

Hérna í Danmörku er nóg að gera við barnafataþvott og bleijuskipti. Við höfum átt rólega og góða helgi. Við vorum á laugardaginn á handboltamóti í Sejs hérna rétt fyrir utan Silkeborg. Margrét er farinn að vera meira sjálfsörugg þegar hún fær boltan og er nokkuð góð í að skora mörk og allt. Hún skoraði heil 3mörk um helgina sem var jú 25% af þeim sem var skorað í þessum 2leikjum sem hennar lið vann þar að auki. Svo var bara ekta afslöppun á sunnudeginum og sofið í takt við þann litla. Margrét var nefnilega hjá vinkonu sinni. 

Næstu helgi er svo vinnuhelgi hjá mér en ég er að vinna Aukavakt á sunnudögum í söludeildinni hérna. Vinnan felst í að senda fólk í prufutúr og spjalla og svoleiðis.

Svo erum við farin að hlakka mikið til helgarinnar 15-17 febrúar en þá erum við búin að fá lánað sumarhús við ströndina og ætlum að njóta smá frí saman í rólegheitum og göngutúrum á ströndinni.

Kveðja Kristinn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ.

Það er alltaf nóg um að vera hjá ykkur. Mikið verður nú notalegt fyrir ykkur að komast í frí núna eftir nokkra daga. Við hugsum mikið til ykkar og erum orðin mjög spennt að fá ykkur heim, þótt það verði bara í nokkra daga. Við verðum bara að nýta tímann vel. Jæja elskurnar heyrumst síðar...knús Ollý og Birta Huld.

p.s. Það var mikið fjör á öskudaginn hér á íslandi og var Birta Huld lítið barn....ég set vonandi inn myndir fljótlega...hehehe

Ollý (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband