Miðvikudagur, 4. október 2006
Námskeið 2
Jæja námskeiðið í dag var aðeins betra en það fyrsta þetta var svona námskeið í Líkamsbeytingu, alltaf gott að fara á svona námskeið og ryfja upp, reyndar er það nauðsinlegt í þessu starfi. Ef maður ætlar að geta unnið við þetta þarf maður að beyta líkamanum rétt í starfi
Margrét fór heim með vinkonu sinni í gær sem heitir Jóhanna, var hún þar að leika frá 1-5 og var svaka stuð okkur líst mjög vel á þessa stelpu og á foreldrana, mjög rólegt fólk og gaman að spjalla við þau, reyndar eru þau þó nokkuð eldri en við en það er nú í lagi. Svo var fimleikaæfing í dag,en á laugardaginn verður svona æfingardagur þá á hún að mæta kl:10 og vera til kl:13 sem passar okkur vel þar sem ég verð að vinna um helgina
Ég er að fara að byrja vinnuvikuna mína í kvöld og vinn þá semsagt fram á miðvikudagsmorgun =7 nætur í röð
Mamma og pabbi eru búin að bóka flug til okkar um jólin ætla að koma þann 23 og vera til 30 , það verður æðislegt að eyða fyrstu jólunum hérna úti með þeim
Held ég hafi bara ekki fleiri fréttir í bili svo ég segi bara bless í bili kv Ragna
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.