Föstudagur, 25. janúar 2008
FÖSTUDAGUR Á NÝ :)
já tíminn líður hratt þó að maður sé heima það er jú nóg að gera þegar maður er heima með einn stuttan,og þvotturinn jókst mikið á heimilinu við að fá einn fjölskyldumeðlim í viðbót svo að það er sko nóg að gera. Bjarni Harald er reyndar farinn að sofa eins og grjót alla daga núna úti vagninum og er eiginlega hægt að segja að við séum búin að fá nýtt barn svo mikill er munurinn á honum. Við röltum í gær með 2 úr mömmuhópnum niður í FÖTEX og svo kiktum við í kaffi til annarar þeirra við sátum nú og spjölluðum í 3 tíma HEHE já það er sko hægt að blaðra þegar maður er búin að vera einn heima svona lengi og kemst loks út að hitta aðrar konur við náum reyndar mjög vel saman ég og þessi kona en hún er 31 árs og er líka með strák sem er 3 vikum yngri en Bjarni Harald strákarnir sváfu nú allan tímann í gær vöknuðu svo aðeins og drukku og fóru svo bara aftur að sofa
við mæðginin áttum semsagt mjög fínan dag í gær. Kristinn er að fara að hitta kallana sem að hann var að vinna með í Aarhus í kvöld svo ég börnin ætlum að hafa það kósý en það er frekar leiðinlegt veður núna ROK og RIGNING
svo að ég ætla bara að kveikja á kertum í kotinuog hafa það gott
jæja góða helgi öll sömul kveðja frá baunalandinu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.